Lífið

Muse tekur upp án söngvarans

Muse hefur aldrei samið lög án söngvarans Matt Bellamy en hyggst prófa það nú.
Muse hefur aldrei samið lög án söngvarans Matt Bellamy en hyggst prófa það nú.
Chris Wolstenholme, bassaleikari Muse, segir hljómsveitina ætla að hefja vinnu að nýrri plötu án söngvarans Matt Bellamy.

Bellamy hefur hingað til verið burðarásinn í lagasmíðum Muse, en hann hefur tekið sér frí frá hljómsveitinni á meðan hann býr sig undir fæðingu frumburðar síns og leikkonunnar Kate Hudson. Samband þeirra hófst í fyrra og eru þau trúlofuð í dag.

Wolstenholme segir Bellamy hafa sett há gæðaviðmið í lagasmíðum fyrir Muse. „Ég er frekar stressaður vegna þess að ég vil ekki semja lag sem verður til þess að hljómsveitin drepst,“ sagði hann í viðtali við götublaðið The Sun.

Wolstenholme og Dominic Howard, trommari Muse, tilkynntu í síðasta mánuði að platan sem myndi fylgja eftir The Resistance frá árinu 2009 yrði mýkri. „Hver veit, kannski verður rokkið mýkra. En þá er undir okkur komið að gera það þyngra á ný. Þungarokksvögguvísur! Ég er viss um að við förum í rétta átt.“

- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.