Viðskipti erlent

Moody's lækkar lánshæfismat Ítalíu

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu.
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu. mynd/AFP
Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfismat sitt á Ítalska ríkinu. Ástæðurnar liggja í pólitískri óvissu þar í landi og viðkvæmu ástandi evrópumarkaða.

Eftir lækkunina er lánshæfi Ítalíu í flokki A2, fimm stigum fyrir ofan ruslflokk.

Í síðasta mánuði varaði Moody's við hugsanlegri lækkun vegna skula Ítalska ríkisins. Á sama tíma lækkaði Standard & Poor's mat sitt á ríkinu og sagði að veikt ástand ríkisstjórnar Ítalíu myndi aftra landinu frá því að takast á við áframhaldandi krísu á evrusvæðinu.

Ítalíu er þriðja stærsta evruþjóðin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×