Lífið

Sætu stelpurnar létu sjá sig

Meðfylgjandi myndir voru teknar af gestum á verðlaunahátíð á vegum Kvikmyndir.is og Myndir mánaðarins sem fram fór í Egilshöll í kvöld.

Kvikmyndin Órói hrifsaði til sín öll áhorfenda verðlaun fyrir íslenskar myndir. Baldvin Zophoniasson var valinn besti leikstjórinn, Atli Óskar Fjalarsson besti leikarinn, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm var valin besta leikkonan og Órói kvikmynd ársins.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá sigurvegarana, leikarana Elías Helga Kofoed-Hansen sem lék Tedda í myndinni, Birnu Rún Eiríksdóttur með milljón dollara röddina en hún lék Grétu, fyrrnefndan vinningshafa kvöldsins, Atla, sem lék Gabríel og höfund Óróa, Ingibjörgu Reynisdóttur leikkonu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.