Innlent

Með 36 þúsund e-töflur og 4000 skammta af LSD

Parið var tekið í Leifsstöð
Parið var tekið í Leifsstöð
Karl og kona á þrítugsaldri voru tekin með um 36 þúsund skammta af e-töflum á Keflavíkurflugvelli aðfaranótt miðvikudags. Parið var að koma frá Las Palmas þegar tollverðir stöðvuðu þau. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, þar segir einnig að samkvæmt heimildum blaðsins hafi þau einnig verið tekin með yfir 4000 skammta af ofskynjunarlyfinu LSD.

Smyglið á e-töflunum er með því stærsta sem um getur hér á landi og þá hefur aldrei verið lagt hald á jafnmarga LSD-skammta í einu. Parið faldi fíkniefnin í fölskum töskubotni á stórri ferðatösku, segir í Morgunblaðinu. Parið hefur verið úrskurðað í gæsluvarðhald. Karlmaðurinn er fæddur árið 1988 og konan 1989. Þau eru bæði íslensk.

Samkvæmt heimildum blaðsins er talið að götuverðmæti e-taflanna sé yfir 70 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×