Innlent

Íslendingar klofnir í afstöðu sinni til álframleiðslu

Frá álverinu á Reyðarfirði
Frá álverinu á Reyðarfirði
Íslendingar eru klofnir í afstöðu sinni til álframleiðslu, en svo er greint frá í fréttaskýringu um málið í bandaríska dagblaðinu Los Angeles Times.

Blaðið fer yfir sögu álframleiðslu hér á landi sem hefur aukist mikið á liðnum árum, en t.d flytur álverið á Grundartanga nú 300 þúsund tonn af súráli til útlanda á ári hverju. Þá fjallar blaðið um umdeilt álver á Reyðarfirði sem er hið stærsta á landinu.

Blaðið hefur eftir Gylfa Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, að eins og efnahagurinn sé núna sé þörf á fjárfestingu í stórframkvæmdum en hann vari við því að Íslendingar líti alltaf til áliðnaðarins til fá skyndilausn við efnahagslegri niðursveiflu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×