Innlent

Fóstureyðingar ekki færri síðan 1991

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Efnahagshrunið virðist ekki hafa haft neikvæð áhrif á frjósemi í landinu. Fjöldi fæðinga hefur aukist jafnt og þétt síðan árið 2003 en árin 2008 og 2009 voru þriðju fjölmennustu fæðingarár sögunnar frá því að mælingar hófust. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni fæddust 5.027 börn á Íslandi árið 2009 en árið 2007 voru þau 4.560.

Í skýrslu velferðarvaktarinnar kemur fram að fóstureyðingum stúlkna á aldrinum 15 til 19 ára hafi fækkað mikið árið 2009 og hafi þær ekki verið færri síðan árið 1991. Fæðingum hjá þessum aldurshópi fækkaði einnig í kreppunni. Þó fjölgaði fóstureyðingum árið 2009, að undanskildum fyrrgreindum hópi. Mest fjölgaði fóstureyðingum meðal 25 til 29 ára kvenna, alls voru þær 244 árið 2009 og hafa aldrei verið fleiri í þeim hópi.

Mun fleiri karlar fara í ófrjósemisaðgerðir en konur. Aðgerðunum hefur fækkað síðan árið 2000, en þá var hlutfall kvenna 67,5 prósent. Nú hafa hlutföllin snúist við því hlutfall karla er nú orðið 70 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×