Stærsta frétt ársins Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 20. desember 2011 07:00 Bandaríska tímaritið Time velur í desember ár hvert þann einstakling sem þykir hafa markað dýpst spor í veraldarsöguna á árinu. Stundum hefur tímaritinu tekist vel upp við þetta val en þó alls ekki alltaf en útnefningin er ekki ætluð sem upphefð enda hafa miður geðslegir einstaklingar á borð við Adolf Hitler og Kómeini erkiklerk orðið fyrir valinu. Tímaritinu hefur hins vegar sjaldan tekist jafn vel upp og í ár þegar „Mótmælandinn“ varð fyrir valinu. Í Arabaheiminum búa tæplega 300 milljónir manna í 22 ríkjum. Ef frá er skilið Líbanon, og mögulega Máritanía og Palestína, er ekkert ríkjanna eiginlegt lýðræðisríki. Þar sem kosningar fara á annað borð fram eru kosningasvik tíð, iðulega komið í veg fyrir framboð stjórnarandstöðuflokka og verulegar hömlur settar við málfrelsi og önnur pólitísk réttindi. Í flestum ríkjanna hafa sömu einstaklingarnir eða fjölskyldurnar setið á valdastóli í áratugi. Í lok síðasta árs virtust þessir valdhafar standa jafn traustum fótum og alltaf en á undraskjótum tíma hófu stoðir heimshlutans að hrikta. Nú ári síðar hefur þremur einræðisherrum verið steypt af stóli og einn samþykkt að láta af embætti. Ríkisstjórnir í tveimur öðrum ríkjum hafa verið hraktar frá völdum og þrjár aðrar eru á leið frá. Þá hefur markverðum umbótum verið lofað í fjölda annarra ríkja. Þetta gerðist því kúgaður almenningur reis upp og hóf að mótmæla réttindaleysi, einræði, mannréttindabrotum, spillingu og vanhæfni leiðtoga sinna. Nýtt tímabil lýðræðis og mannréttinda virtist vera að renna upp í þessum heimshluta. Leiðin til lýðræðis er þó þyrnum stráð. Þannig hafa áhyggjur magnast af því síðustu mánuði að íslamistar nái völdum í hinum „nýfrjálsu“ ríkjum og neiti að sleppa þeim. Enn er þó of snemmt að hrapa að ályktunum. Það eitt er ljóst að þeir atburðir sem hafa átt sér stað í arabaheiminum á árinu 2011 munu hafa gríðarleg áhrif á líf hundraða milljóna um ókomin ár. Þeir kunna að marka upphaf tímabils lýðræðis og virðingar fyrir mannréttindum í heimshlutanum, þeir kunna að vera upphafið að langvarandi átökum og óstöðugleika. Án þess að vilja gera lítið úr þeim efnahagslegu hremmingum sem Vesturlönd hafa glímt við á árinu 2011 þá er meira í húfi í Arabíu og Vorið svokallaða stærsta frétt ársins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun
Bandaríska tímaritið Time velur í desember ár hvert þann einstakling sem þykir hafa markað dýpst spor í veraldarsöguna á árinu. Stundum hefur tímaritinu tekist vel upp við þetta val en þó alls ekki alltaf en útnefningin er ekki ætluð sem upphefð enda hafa miður geðslegir einstaklingar á borð við Adolf Hitler og Kómeini erkiklerk orðið fyrir valinu. Tímaritinu hefur hins vegar sjaldan tekist jafn vel upp og í ár þegar „Mótmælandinn“ varð fyrir valinu. Í Arabaheiminum búa tæplega 300 milljónir manna í 22 ríkjum. Ef frá er skilið Líbanon, og mögulega Máritanía og Palestína, er ekkert ríkjanna eiginlegt lýðræðisríki. Þar sem kosningar fara á annað borð fram eru kosningasvik tíð, iðulega komið í veg fyrir framboð stjórnarandstöðuflokka og verulegar hömlur settar við málfrelsi og önnur pólitísk réttindi. Í flestum ríkjanna hafa sömu einstaklingarnir eða fjölskyldurnar setið á valdastóli í áratugi. Í lok síðasta árs virtust þessir valdhafar standa jafn traustum fótum og alltaf en á undraskjótum tíma hófu stoðir heimshlutans að hrikta. Nú ári síðar hefur þremur einræðisherrum verið steypt af stóli og einn samþykkt að láta af embætti. Ríkisstjórnir í tveimur öðrum ríkjum hafa verið hraktar frá völdum og þrjár aðrar eru á leið frá. Þá hefur markverðum umbótum verið lofað í fjölda annarra ríkja. Þetta gerðist því kúgaður almenningur reis upp og hóf að mótmæla réttindaleysi, einræði, mannréttindabrotum, spillingu og vanhæfni leiðtoga sinna. Nýtt tímabil lýðræðis og mannréttinda virtist vera að renna upp í þessum heimshluta. Leiðin til lýðræðis er þó þyrnum stráð. Þannig hafa áhyggjur magnast af því síðustu mánuði að íslamistar nái völdum í hinum „nýfrjálsu“ ríkjum og neiti að sleppa þeim. Enn er þó of snemmt að hrapa að ályktunum. Það eitt er ljóst að þeir atburðir sem hafa átt sér stað í arabaheiminum á árinu 2011 munu hafa gríðarleg áhrif á líf hundraða milljóna um ókomin ár. Þeir kunna að marka upphaf tímabils lýðræðis og virðingar fyrir mannréttindum í heimshlutanum, þeir kunna að vera upphafið að langvarandi átökum og óstöðugleika. Án þess að vilja gera lítið úr þeim efnahagslegu hremmingum sem Vesturlönd hafa glímt við á árinu 2011 þá er meira í húfi í Arabíu og Vorið svokallaða stærsta frétt ársins.