Útboð á íslenzku Ólafur Þ. Stephensen skrifar 11. janúar 2011 06:00 Í kreppu koma undantekningarlítið fram kröfur um að stjórnvöld fylgi verndarstefnu í auknum mæli, hækki til dæmis tolla eða komi á annars konar viðskiptahindrunum til að verja innlendar atvinnugreinar fyrir samkeppni frá útlöndum. Löng reynsla sýnir þó að verndarstefna dýpkar venjulega kreppuna. Hér á landi gilda reglur, sem skylda opinbera aðila til að bjóða meiri háttar innkaup og framkvæmdir út á Evrópska efnahagssvæðinu. Þetta er skynsamlegt og hagkvæmt fyrirkomulag, sem stuðlar að því að innlend fyrirtæki fá harðari samkeppni. Ríki og sveitarfélög fá viðkomandi vöru eða þjónustu á hagstæðasta verði og eiga þá annaðhvort peninga afgangs til að verja í annars konar vöru og þjónustu eða geta tekið minni skatta af almenningi, sem á þá meira fé aukreitis. Þetta eiga fulltrúar sérhagsmuna oft erfitt með að skilja. Þá er vísað til erfiðrar stöðu í þessari eða hinni atvinnugreininni og að þess vegna eigi stjórnvöld að stuðla að því að verkefnum á vegum hins opinbera sé „haldið í landinu", jafnvel þótt það sé dýrara fyrir skattgreiðendur. Þá yfirsést mönnum að peningarnir sem sparast við að taka hagstæðasta tilboði búa til umsvif og störf annars staðar í hagkerfinu. Til lengri tíma er það þess vegna skynsamlegri kostur fyrir samfélagið í heild að stuðla að því að þeir fái verkefnin sem geta unnið þau ódýrast, jafnvel þótt þeir séu útlendingar. Sérhagsmunagæzlan kemur fram með ýmsum hætti. Fyrir ári birtu Ríkiskaup útboðsgögn vegna innréttinga á rannsóknarstofu í Háskóla Íslands á ensku til að auðvelda erlendum fyrirtækjum að bjóða í verkefnið. Samtök iðnaðarins tóku þetta óstinnt upp og sögðu frá málinu á heimasíðu sinni undir fyrirsögninni „löglegt en siðlaust". Lögfræðingur SI sagði að menn hlytu „að spyrja sig hvað vaki fyrir Ríkiskaupum með því að biðla frekar til erlendra fyrirtækja en íslenskra, sérstaklega þegar hafðar eru í huga þær aðstæður sem eru hér heima fyrir". Sambærileg umræða fer fram meðal arkitekta vegna fyrirhugaðs útboðs á lokahönnun og framkvæmdum við nýtt fangelsi á Hólmsheiði. Arkitektar hafa verið reiðir vegna þess að dómsmálaráðuneytið leitaði til danskra arkitekta sem hannað hafa mörg fangelsi um fyrstu drög að hönnun fangelsisins, lítið verk sem kostaði innan við fimm milljónir. Áframhaldandi hönnun og framkvæmdir á að bjóða út á EES. Á heimasíðu Arkitektafélagsins sagði fyrir stuttu að forysta félagsins vildi „tryggja að þetta mál fari eftir ásættanlegum farvegi fyrir íslenska arkitekta". Í því skyni hefði verið haft samband við þingmenn, skrifstofustjóra dómsmálaráðuneytisins og dómsmálaráðherra. Fréttablaðið sagði frá því í gær að útboðsgögnin yrðu aðeins birt á íslenzku, en Jón Magnússon, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, orðaði það svo að það væri venjan hér á landi eftir efnahagshrunið. Einhverra hluta vegna telur skrifstofustjórinn sig þess sömuleiðis umkominn að lýsa því yfir fyrirfram að íslenzkir arkitektar muni nú taka alfarið við málinu. Íslenzkir arkitektar eiga að sjálfsögðu að fá að bjóða í verkefni á borð við hönnun stórra bygginga. En það er misráðið og skammsýnt að reisa tungumálamúr, sem heldur erlendum bjóðendum í burtu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun
Í kreppu koma undantekningarlítið fram kröfur um að stjórnvöld fylgi verndarstefnu í auknum mæli, hækki til dæmis tolla eða komi á annars konar viðskiptahindrunum til að verja innlendar atvinnugreinar fyrir samkeppni frá útlöndum. Löng reynsla sýnir þó að verndarstefna dýpkar venjulega kreppuna. Hér á landi gilda reglur, sem skylda opinbera aðila til að bjóða meiri háttar innkaup og framkvæmdir út á Evrópska efnahagssvæðinu. Þetta er skynsamlegt og hagkvæmt fyrirkomulag, sem stuðlar að því að innlend fyrirtæki fá harðari samkeppni. Ríki og sveitarfélög fá viðkomandi vöru eða þjónustu á hagstæðasta verði og eiga þá annaðhvort peninga afgangs til að verja í annars konar vöru og þjónustu eða geta tekið minni skatta af almenningi, sem á þá meira fé aukreitis. Þetta eiga fulltrúar sérhagsmuna oft erfitt með að skilja. Þá er vísað til erfiðrar stöðu í þessari eða hinni atvinnugreininni og að þess vegna eigi stjórnvöld að stuðla að því að verkefnum á vegum hins opinbera sé „haldið í landinu", jafnvel þótt það sé dýrara fyrir skattgreiðendur. Þá yfirsést mönnum að peningarnir sem sparast við að taka hagstæðasta tilboði búa til umsvif og störf annars staðar í hagkerfinu. Til lengri tíma er það þess vegna skynsamlegri kostur fyrir samfélagið í heild að stuðla að því að þeir fái verkefnin sem geta unnið þau ódýrast, jafnvel þótt þeir séu útlendingar. Sérhagsmunagæzlan kemur fram með ýmsum hætti. Fyrir ári birtu Ríkiskaup útboðsgögn vegna innréttinga á rannsóknarstofu í Háskóla Íslands á ensku til að auðvelda erlendum fyrirtækjum að bjóða í verkefnið. Samtök iðnaðarins tóku þetta óstinnt upp og sögðu frá málinu á heimasíðu sinni undir fyrirsögninni „löglegt en siðlaust". Lögfræðingur SI sagði að menn hlytu „að spyrja sig hvað vaki fyrir Ríkiskaupum með því að biðla frekar til erlendra fyrirtækja en íslenskra, sérstaklega þegar hafðar eru í huga þær aðstæður sem eru hér heima fyrir". Sambærileg umræða fer fram meðal arkitekta vegna fyrirhugaðs útboðs á lokahönnun og framkvæmdum við nýtt fangelsi á Hólmsheiði. Arkitektar hafa verið reiðir vegna þess að dómsmálaráðuneytið leitaði til danskra arkitekta sem hannað hafa mörg fangelsi um fyrstu drög að hönnun fangelsisins, lítið verk sem kostaði innan við fimm milljónir. Áframhaldandi hönnun og framkvæmdir á að bjóða út á EES. Á heimasíðu Arkitektafélagsins sagði fyrir stuttu að forysta félagsins vildi „tryggja að þetta mál fari eftir ásættanlegum farvegi fyrir íslenska arkitekta". Í því skyni hefði verið haft samband við þingmenn, skrifstofustjóra dómsmálaráðuneytisins og dómsmálaráðherra. Fréttablaðið sagði frá því í gær að útboðsgögnin yrðu aðeins birt á íslenzku, en Jón Magnússon, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, orðaði það svo að það væri venjan hér á landi eftir efnahagshrunið. Einhverra hluta vegna telur skrifstofustjórinn sig þess sömuleiðis umkominn að lýsa því yfir fyrirfram að íslenzkir arkitektar muni nú taka alfarið við málinu. Íslenzkir arkitektar eiga að sjálfsögðu að fá að bjóða í verkefni á borð við hönnun stórra bygginga. En það er misráðið og skammsýnt að reisa tungumálamúr, sem heldur erlendum bjóðendum í burtu.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun