Auðveldari kostur að aðhafast ekki 3. október 2011 07:00 Allt of mörg börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi eða miska af einhverju tagi loka sig af með vanlíðan sína. Með því móti eiga þau litla von um að aðstæður þeirra breytist til batnaðar og þar með er verulega dregið úr möguleikum þeirra til að vinna úr áföllum sínum. Sem betur fer fjölgar þó þeim börnum sem hafa hugrekki til að segja frá ef þau verða fyrir áföllum. Þá kemur til kasta hinna fullorðnu að liðsinna þeim á þann hátt að dregið sé úr skaðanum eins og kostur er. Lengi var það lenska að aðhafast lítið þótt börn yrðu fyrir skaða. Fyrir fáum áratugum þótti alls ekki sjálfsagt mál að fullorðnir skærust í leikinn þótt þeir horfðu upp á barn verða fyrir alvarlegri stríðni, stríðni af þeirri stærðargráðu sem hugtakið einelti er nú notað yfir. Barnið átti bara að spjara sig sjálft og læra að bíta frá sér. Þetta viðhorf hefur góðu heilli breyst mikið þó að enn sé of algengt að ekki sé brugðist nægilega afdráttarlaust við þegar barn er í vanda. Það er nefnilega alltaf stærri ákvörðun að aðhafast en aðhafast ekki. Þess vegna er það svo að þrátt fyrir að mun fleiri atvik sem orðið hafa til að skaða börn fari nú í formlegan farveg en áður búa of mörg börn við að það fullorðna fólk sem gæta á hagsmuna þeirra tekur það að aðhafast ekki fram yfir aðgerðir. Það er í verkahring foreldra að gæta hagsmuna barna sinna. Ef börnin eru í meðferð af einhverju tagi kemur það í hlut meðferðaraðila að meta hvað hann telur skjólstæðingi sínum fyrir bestu og fylgja því mati eftir. Ef hagsmunir tveggja barna stangast á kemur það í hlut annarra aðila að meta hvorir hagsmunirnir vega þyngra; barnaverndar-, félagsmála og/eða skólayfirvalda. Sömuleiðis gætu slík mál komið til kasta íþróttafélaga eða forsvarsfólks annars tómstundastarfs. Í slíkum tilvikum kann að þurfa að grípa til aðgerða sem eru íþyngjandi fyrir annað barnið og þarf þá að gæta þess að veita því einnig barni allan þann stuðning sem kostur er. Í lífi barns er fátt mikilvægara en líðan þess í skólanum. Það er mikilvægt að skólinn, í samvinnu við barnaverndar- og velferðaryfirvöld, taki ábyrgð á þeirri staðreynd og gildir þá einu hvort rótin að vanlíðan barnsins liggur í atviki sem átti sér stað innan skólans eða utan hans. Kjarni málsins er sá að barn sem hefur orðið fyrir áfalli, hvort heldur um er að ræða alvarlegt einelti eða óeðlilega kynferðislega hegðun eins og í máli sem greint var frá í frétt blaðsins í síðustu viku, á ekki að þurfa að búa við aðstæður sem það upplifir sem ógn í daglegu lífi sínu. Þess vegna er það mat ritstjórnar Fréttablaðsins að fréttir af slíkum málum eigi að segja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Allt of mörg börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi eða miska af einhverju tagi loka sig af með vanlíðan sína. Með því móti eiga þau litla von um að aðstæður þeirra breytist til batnaðar og þar með er verulega dregið úr möguleikum þeirra til að vinna úr áföllum sínum. Sem betur fer fjölgar þó þeim börnum sem hafa hugrekki til að segja frá ef þau verða fyrir áföllum. Þá kemur til kasta hinna fullorðnu að liðsinna þeim á þann hátt að dregið sé úr skaðanum eins og kostur er. Lengi var það lenska að aðhafast lítið þótt börn yrðu fyrir skaða. Fyrir fáum áratugum þótti alls ekki sjálfsagt mál að fullorðnir skærust í leikinn þótt þeir horfðu upp á barn verða fyrir alvarlegri stríðni, stríðni af þeirri stærðargráðu sem hugtakið einelti er nú notað yfir. Barnið átti bara að spjara sig sjálft og læra að bíta frá sér. Þetta viðhorf hefur góðu heilli breyst mikið þó að enn sé of algengt að ekki sé brugðist nægilega afdráttarlaust við þegar barn er í vanda. Það er nefnilega alltaf stærri ákvörðun að aðhafast en aðhafast ekki. Þess vegna er það svo að þrátt fyrir að mun fleiri atvik sem orðið hafa til að skaða börn fari nú í formlegan farveg en áður búa of mörg börn við að það fullorðna fólk sem gæta á hagsmuna þeirra tekur það að aðhafast ekki fram yfir aðgerðir. Það er í verkahring foreldra að gæta hagsmuna barna sinna. Ef börnin eru í meðferð af einhverju tagi kemur það í hlut meðferðaraðila að meta hvað hann telur skjólstæðingi sínum fyrir bestu og fylgja því mati eftir. Ef hagsmunir tveggja barna stangast á kemur það í hlut annarra aðila að meta hvorir hagsmunirnir vega þyngra; barnaverndar-, félagsmála og/eða skólayfirvalda. Sömuleiðis gætu slík mál komið til kasta íþróttafélaga eða forsvarsfólks annars tómstundastarfs. Í slíkum tilvikum kann að þurfa að grípa til aðgerða sem eru íþyngjandi fyrir annað barnið og þarf þá að gæta þess að veita því einnig barni allan þann stuðning sem kostur er. Í lífi barns er fátt mikilvægara en líðan þess í skólanum. Það er mikilvægt að skólinn, í samvinnu við barnaverndar- og velferðaryfirvöld, taki ábyrgð á þeirri staðreynd og gildir þá einu hvort rótin að vanlíðan barnsins liggur í atviki sem átti sér stað innan skólans eða utan hans. Kjarni málsins er sá að barn sem hefur orðið fyrir áfalli, hvort heldur um er að ræða alvarlegt einelti eða óeðlilega kynferðislega hegðun eins og í máli sem greint var frá í frétt blaðsins í síðustu viku, á ekki að þurfa að búa við aðstæður sem það upplifir sem ógn í daglegu lífi sínu. Þess vegna er það mat ritstjórnar Fréttablaðsins að fréttir af slíkum málum eigi að segja.