U-16 ára lið Íslands í handbolta vann í kvöld góðan sigur á jafnöldrum sínum frá Frakklandi, 30-29, í æfingaleik í Kaplakrika í dag.
Frakkar höfðu reyndar fimm marka forystu í hálfleik, 14-9, en íslensku strákarnir sneru leiknum sér í vil með góðri frammistöðu í seinni hálfleik.
Hjalti Már Hjaltason skoraði fimm mörk í leiknum og var markahæstur ásamt Agli Magnússyni. Dagur Arnarson og Leonharð Harðarson skoruðu svo fjögur mörk hvor.
Maurice Mendy skoraði átta mörk fyrir Frakka og var markahæstur.
Strákarnir unnu flottan sigur á Frökkum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn


