Yndislega hugmyndaríkur Jónsi 19. desember 2011 16:00 Cameron Crowe samdi textann með Jónsa við lagið Gathering Stories.nordicphotos/getty Tónlistarmaðurinn Jónsi hefur fengið góða dóma fyrir tónlist sína í kvikmyndinni We Bought a Zoo. Allmusic.com segir tónlistina meira í líkingu við tilraunakenndari tóna Sigur Rósar heldur en síðustu sólóplötu hans Go. „Jónsi ætti ekki að eiga í nokkrum vandræðum með að snúa aftur til Sigur Rósar þegar hljómsveitin snýr aftur. Þetta er samt sem áður yndislega hugmyndarík plata sem á skilið að fá viðurkenningar á komandi verðlaunaári,“ sagði gagnrýnandinn. Entertainment Weekly segir tónlistina einnig líkjast Sigur Rós en Jónsi sé þó í öllu hressilegri gír í laginu Gathering Stories, sem hann samdi með leikstjóra myndarinnar, Cameron Crowe. Consequence of Sound gefur plötunni þrjár og hálfa stjörnu af fimm mögulegum. „Margir rokktónlistarmenn verða leiðinlegir og fyrirsjáanlegir eftir því sem ferill þeirra lengist vegna þess að þeir hafa ekki lengur yfir neinu að kvarta. Jónsi er ekki kominn í þennan flokk ennþá og með því að taka að sér verkefni eins og We Bought a Zoo er hann kannski að berjast gegn þeim örlögum,“ sagði gagnrýnandinn. Slant Magazine gefur plötunni þrjár stjörnur og segir hana skila því sem hún átti að skila og Undertheradar.com gefur henni 6 af 10 mögulegum og segir hana ágætis stoppistöð fyrir næstu plötu Sigur Rósar. Áður hafði Pitchfork gefið plötunni 7 af 10. Myndin We Bought a Zoo hefur fengið nokkuð góða dóma. Hún er með 7,1 af 10 á Imdb.com og 60% á Rottentomatoes.com. Tónlist Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Jónsi hefur fengið góða dóma fyrir tónlist sína í kvikmyndinni We Bought a Zoo. Allmusic.com segir tónlistina meira í líkingu við tilraunakenndari tóna Sigur Rósar heldur en síðustu sólóplötu hans Go. „Jónsi ætti ekki að eiga í nokkrum vandræðum með að snúa aftur til Sigur Rósar þegar hljómsveitin snýr aftur. Þetta er samt sem áður yndislega hugmyndarík plata sem á skilið að fá viðurkenningar á komandi verðlaunaári,“ sagði gagnrýnandinn. Entertainment Weekly segir tónlistina einnig líkjast Sigur Rós en Jónsi sé þó í öllu hressilegri gír í laginu Gathering Stories, sem hann samdi með leikstjóra myndarinnar, Cameron Crowe. Consequence of Sound gefur plötunni þrjár og hálfa stjörnu af fimm mögulegum. „Margir rokktónlistarmenn verða leiðinlegir og fyrirsjáanlegir eftir því sem ferill þeirra lengist vegna þess að þeir hafa ekki lengur yfir neinu að kvarta. Jónsi er ekki kominn í þennan flokk ennþá og með því að taka að sér verkefni eins og We Bought a Zoo er hann kannski að berjast gegn þeim örlögum,“ sagði gagnrýnandinn. Slant Magazine gefur plötunni þrjár stjörnur og segir hana skila því sem hún átti að skila og Undertheradar.com gefur henni 6 af 10 mögulegum og segir hana ágætis stoppistöð fyrir næstu plötu Sigur Rósar. Áður hafði Pitchfork gefið plötunni 7 af 10. Myndin We Bought a Zoo hefur fengið nokkuð góða dóma. Hún er með 7,1 af 10 á Imdb.com og 60% á Rottentomatoes.com.
Tónlist Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira