Aron: Það vantaði aga og festu í hópinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. desember 2011 07:30 Aron hefur komið skikki á leik Haukaliðsins á nýjan leik og það mætir Íslandsmeisturum FH í stórleik í kvöld. fréttablaðið/hag Þjálfarinn Aron Kristjánsson er að gera magnaða hluti með lið Hauka í N1-deild karla og hefur sýnt enn og aftur að hann er einn af okkar bestu þjálfurum um þessar mundir. Aron gerði Hauka að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð áður en hann hélt í víking til Þýskalands, þar sem hann tók við liði Hannover-Burgdorf. Aron var rekinn frá félaginu undir lok síðasta tímabils og ákvað að koma aftur heim. Á meðan Aron var úti gekk allt á afturfótunum hjá Haukum, sem komust ekki einu sinni í úrslitakeppnina. Var því ekki búist við allt of miklu af liðinu í vetur en undir stjórn Arons er það frekar óvænt á toppi deildarinnar. „Mér fannst margt hafa breyst hjá Haukunum á þessu ári sem ég var úti. Bæði voru það áherslur hjá félaginu og að mér fannst vanta harðari ramma í kringum liðið og aukið skipulag. Það hafði talsvert verið slakað á klónni frá því ég var síðast á Ásvöllum," sagði Aron um heimkomuna. Halldór Ingólfsson tók við af Aroni en undir stjórn Halldórs virkaði lið Hauka óagað og ekki í nægilega góðu líkamlegu formi. Fór því svo að Halldór var rekinn og Gunnar Berg Victorsson kláraði tímabilið sem þjálfari liðsins. „Þegar félög hafa verið lengi á toppnum sofna menn stundum á verðinum og taka árangrinum sem sjálfsögðum. Það er ekki gott því það krefst mikillar vinnu og fagmennsku að vera á toppnum," sagði Aron, en flestir voru á því að ungu strákarnir í Haukaliðinu hefðu tekið skref til baka í fyrra. „Ég sá talsvert af leikjum með þeim á netinu í fyrra og það vantaði stöðugleika og karakter. Menn virkuðu líka ekki í nægilegu góðu líkamlega standi. Það sýndi sig er leið á tímabilið." Aron var fljótur að taka til hendinni eftir að hann tók við á nýjan leik og æfðu Haukarnir gríðarlega vel í sumar. „Það þurfti að herða agann í kringum liðið og fá menn til þess að leggja sig mikið fram. Við byrjuðum því snemma að æfa af krafti og bæta líkamlega þáttinn. Það var mikið um mælingar og vigtanir í allt sumar til að halda á mönnum á tánum. Þær mælingar komu ekki vel út í byrjun sumars en síðan voru miklar framfarir enda menn að taka vel við sér." Aron segir að það hafi verið áskorun fyrir sig að koma Haukum aftur í hóp þeirra bestu. Eru framfarirnar samt hraðari en hann gerði ráð fyrir? „Ég var ekki með þær væntingar að við yrðum á toppnum í kringum jólin. Ég vildi að við bættum okkur stig frá stigi og sæjum svo hvað gerðist." Þjálfarinn geðugi er þekktur fyrir að koma vel fyrir og missir sjaldan stjórn á skapi sínu. Það gerðist þó á Akureyri um daginn er Haukar töpuðu á síðustu sekúndu. Þá reiddist Aron verulega, rauk inn á völlinn og fór hálfur úr bolnum í reiðikasti. „Konan mín er búin að nudda mér upp úr þessu daglega og þetta gerist því örugglega ekki aftur. Ég er vanur að halda ró minni en þarna var ég orðinn svo pirraður því við vorum slakir út af einbeitingarleysi. Svo köstum við þessum leik út um gluggann og ég varð bara mjög pirraður og brást svona við. Ég reif í bolinn og svo festist hann á hausnum á mér," sagði Aron og hló við er hann rifjaði þetta atvik upp. Fjölskylda Arons var mjög ánægð með að komast aftur heim til Íslands og því gerir hann ekki ráð fyrir því að reyna fyrir sér aftur erlendis á næstu árum. „Það er mikil gleði yfir því að vera komin heim. Ef svo færi þá færi ég einn en það er ekkert að fara að gerast á næstu árum, tel ég." Olís-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
Þjálfarinn Aron Kristjánsson er að gera magnaða hluti með lið Hauka í N1-deild karla og hefur sýnt enn og aftur að hann er einn af okkar bestu þjálfurum um þessar mundir. Aron gerði Hauka að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð áður en hann hélt í víking til Þýskalands, þar sem hann tók við liði Hannover-Burgdorf. Aron var rekinn frá félaginu undir lok síðasta tímabils og ákvað að koma aftur heim. Á meðan Aron var úti gekk allt á afturfótunum hjá Haukum, sem komust ekki einu sinni í úrslitakeppnina. Var því ekki búist við allt of miklu af liðinu í vetur en undir stjórn Arons er það frekar óvænt á toppi deildarinnar. „Mér fannst margt hafa breyst hjá Haukunum á þessu ári sem ég var úti. Bæði voru það áherslur hjá félaginu og að mér fannst vanta harðari ramma í kringum liðið og aukið skipulag. Það hafði talsvert verið slakað á klónni frá því ég var síðast á Ásvöllum," sagði Aron um heimkomuna. Halldór Ingólfsson tók við af Aroni en undir stjórn Halldórs virkaði lið Hauka óagað og ekki í nægilega góðu líkamlegu formi. Fór því svo að Halldór var rekinn og Gunnar Berg Victorsson kláraði tímabilið sem þjálfari liðsins. „Þegar félög hafa verið lengi á toppnum sofna menn stundum á verðinum og taka árangrinum sem sjálfsögðum. Það er ekki gott því það krefst mikillar vinnu og fagmennsku að vera á toppnum," sagði Aron, en flestir voru á því að ungu strákarnir í Haukaliðinu hefðu tekið skref til baka í fyrra. „Ég sá talsvert af leikjum með þeim á netinu í fyrra og það vantaði stöðugleika og karakter. Menn virkuðu líka ekki í nægilegu góðu líkamlega standi. Það sýndi sig er leið á tímabilið." Aron var fljótur að taka til hendinni eftir að hann tók við á nýjan leik og æfðu Haukarnir gríðarlega vel í sumar. „Það þurfti að herða agann í kringum liðið og fá menn til þess að leggja sig mikið fram. Við byrjuðum því snemma að æfa af krafti og bæta líkamlega þáttinn. Það var mikið um mælingar og vigtanir í allt sumar til að halda á mönnum á tánum. Þær mælingar komu ekki vel út í byrjun sumars en síðan voru miklar framfarir enda menn að taka vel við sér." Aron segir að það hafi verið áskorun fyrir sig að koma Haukum aftur í hóp þeirra bestu. Eru framfarirnar samt hraðari en hann gerði ráð fyrir? „Ég var ekki með þær væntingar að við yrðum á toppnum í kringum jólin. Ég vildi að við bættum okkur stig frá stigi og sæjum svo hvað gerðist." Þjálfarinn geðugi er þekktur fyrir að koma vel fyrir og missir sjaldan stjórn á skapi sínu. Það gerðist þó á Akureyri um daginn er Haukar töpuðu á síðustu sekúndu. Þá reiddist Aron verulega, rauk inn á völlinn og fór hálfur úr bolnum í reiðikasti. „Konan mín er búin að nudda mér upp úr þessu daglega og þetta gerist því örugglega ekki aftur. Ég er vanur að halda ró minni en þarna var ég orðinn svo pirraður því við vorum slakir út af einbeitingarleysi. Svo köstum við þessum leik út um gluggann og ég varð bara mjög pirraður og brást svona við. Ég reif í bolinn og svo festist hann á hausnum á mér," sagði Aron og hló við er hann rifjaði þetta atvik upp. Fjölskylda Arons var mjög ánægð með að komast aftur heim til Íslands og því gerir hann ekki ráð fyrir því að reyna fyrir sér aftur erlendis á næstu árum. „Það er mikil gleði yfir því að vera komin heim. Ef svo færi þá færi ég einn en það er ekkert að fara að gerast á næstu árum, tel ég."
Olís-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira