"Þjóð sem kveinkar sér undan verðtryggingu" ræður ekki við dollar Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. desember 2011 22:00 „Þjóð sem kveinkar sér undan verðtryggingu ræður ekkert við Kanadadollar," segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Þá segir hann afnám verðtryggingar enga töfralausn og samstaða um það sé eins og samstaða um að brjóta alla hitamæla í landinu af því að hitinn sé svo mikill. Árni Páll segir tvíhliða myntsamstarf við annað ríki fela í sér að ganga því ríki á hönd. Ef Ísland færi í tvíhliða myntsamstarf við Kanada fæli það í sér afsal á efnahagslegu forræði Íslands til Kanada, segir ráðherrann, en hann var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Fix-ídea" sem gengur ekki upp Árni Páll segir að skuldsetja þyrfti ríkið almennilega til að gefa öllum færi á að skipta krónum sínum í Kanadadollara. Þá segir hann að sparifjáreigendur myndu ekki geta staðist áhlaup og myndu flytja peningana sína í kanadíska banka væri Kanadadollarinn ráðandi mynt hér á landi. „Þetta gengur ekki upp og er algjör draumsýn," segir ráðherrann. Hann segir að Kanadadollar séu bara íslenskar krónur með öðru nafni. „Svona fix-ídeur er eitthvað sem Íslendingar verða að venja sig af." Árni Páll segir að íslensk stjórnvöld hafi sett sér markmið um gengisstöðugleika. Tryggja verði afgang af utanríkisviðskiptum áfram til að byggja upp sjálfbæran hagvöxt til næstu ára. Bjórinn á Kaffibarnum verður á 5000 kall árið 2047 Aðspurður um afnám verðtryggingar rifjaði Árni Páll upp heimsókn sína í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu 9-77 nýlega en annar þáttastjórnenda, Frosti Logason, hefur greint frá glímu sinni við verðtryggt húsnæðislán en mikil hækkun hefur orðið á láninu með tilheyrandi eiginfjárbruna, en lánið mun hafa hækkað úr 17 milljónum í 25 milljónir eftir hrun og mun hafa kostað hann alls 140 m.kr árið 2047. „Þetta er eðlilega dálítið súrt í broti og hann hafði af þessu áhyggjur. En ég benti honum á að árið 2047 mun hann geta selt þessa íbúð fyrir 227 milljónir, mánðarlaunin hans verða 3 milljónir og bjórinn á Kaffibarnum verður á 5000 kall. Þannig að allt þetta tal um afnám verðtryggingar er fyrir mér á köflum óskiljanlegt," segir Árni Páll. Hann segir sjálfsagt að bjóða upp á önnur lán en verðtryggð og skuldarar geti þannig tekið meiri áhættu. En „afnám verðtryggingar sem einhver töfralausn er eins og þjóðarsamstaða um að brjóta alla hitamæla í landinu af því að hitinn er svo mikill." Sjá má viðtal við Árna Pál þar sem hann ræðir gjaldmiðlamál og hugsanlegt afnám verðtryggingar hér fyrir ofan. Sjá má Klinkið í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Tengdar fréttir Árni Páll: "Mitt hlutverk að segja óþægilega hluti“ Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir það hlutverk sitt sem efnahags- og viðskiptaráðherra að segja óþægilega hluti og því hafi hann þótt umdeildur en rætt hefur verið um að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og sameina það fjármálaráðuneytinu. 19. desember 2011 20:37 "Bretar og Hollendingar þurfa að sanna tjón sitt" Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir alls ekki skynsamlegt að horfa á vaxtaprósentur úr eldri Icesave-samningum í tengslum við hugsanlegt samningsbrot Íslands vegna málshöfðunar ESA fyrir EFTA-dómstólnum, fari svo að Ísland tapi málinu og þurfi að efna skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum. 19. desember 2011 21:00 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
„Þjóð sem kveinkar sér undan verðtryggingu ræður ekkert við Kanadadollar," segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Þá segir hann afnám verðtryggingar enga töfralausn og samstaða um það sé eins og samstaða um að brjóta alla hitamæla í landinu af því að hitinn sé svo mikill. Árni Páll segir tvíhliða myntsamstarf við annað ríki fela í sér að ganga því ríki á hönd. Ef Ísland færi í tvíhliða myntsamstarf við Kanada fæli það í sér afsal á efnahagslegu forræði Íslands til Kanada, segir ráðherrann, en hann var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Fix-ídea" sem gengur ekki upp Árni Páll segir að skuldsetja þyrfti ríkið almennilega til að gefa öllum færi á að skipta krónum sínum í Kanadadollara. Þá segir hann að sparifjáreigendur myndu ekki geta staðist áhlaup og myndu flytja peningana sína í kanadíska banka væri Kanadadollarinn ráðandi mynt hér á landi. „Þetta gengur ekki upp og er algjör draumsýn," segir ráðherrann. Hann segir að Kanadadollar séu bara íslenskar krónur með öðru nafni. „Svona fix-ídeur er eitthvað sem Íslendingar verða að venja sig af." Árni Páll segir að íslensk stjórnvöld hafi sett sér markmið um gengisstöðugleika. Tryggja verði afgang af utanríkisviðskiptum áfram til að byggja upp sjálfbæran hagvöxt til næstu ára. Bjórinn á Kaffibarnum verður á 5000 kall árið 2047 Aðspurður um afnám verðtryggingar rifjaði Árni Páll upp heimsókn sína í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu 9-77 nýlega en annar þáttastjórnenda, Frosti Logason, hefur greint frá glímu sinni við verðtryggt húsnæðislán en mikil hækkun hefur orðið á láninu með tilheyrandi eiginfjárbruna, en lánið mun hafa hækkað úr 17 milljónum í 25 milljónir eftir hrun og mun hafa kostað hann alls 140 m.kr árið 2047. „Þetta er eðlilega dálítið súrt í broti og hann hafði af þessu áhyggjur. En ég benti honum á að árið 2047 mun hann geta selt þessa íbúð fyrir 227 milljónir, mánðarlaunin hans verða 3 milljónir og bjórinn á Kaffibarnum verður á 5000 kall. Þannig að allt þetta tal um afnám verðtryggingar er fyrir mér á köflum óskiljanlegt," segir Árni Páll. Hann segir sjálfsagt að bjóða upp á önnur lán en verðtryggð og skuldarar geti þannig tekið meiri áhættu. En „afnám verðtryggingar sem einhver töfralausn er eins og þjóðarsamstaða um að brjóta alla hitamæla í landinu af því að hitinn er svo mikill." Sjá má viðtal við Árna Pál þar sem hann ræðir gjaldmiðlamál og hugsanlegt afnám verðtryggingar hér fyrir ofan. Sjá má Klinkið í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Tengdar fréttir Árni Páll: "Mitt hlutverk að segja óþægilega hluti“ Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir það hlutverk sitt sem efnahags- og viðskiptaráðherra að segja óþægilega hluti og því hafi hann þótt umdeildur en rætt hefur verið um að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og sameina það fjármálaráðuneytinu. 19. desember 2011 20:37 "Bretar og Hollendingar þurfa að sanna tjón sitt" Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir alls ekki skynsamlegt að horfa á vaxtaprósentur úr eldri Icesave-samningum í tengslum við hugsanlegt samningsbrot Íslands vegna málshöfðunar ESA fyrir EFTA-dómstólnum, fari svo að Ísland tapi málinu og þurfi að efna skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum. 19. desember 2011 21:00 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Árni Páll: "Mitt hlutverk að segja óþægilega hluti“ Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir það hlutverk sitt sem efnahags- og viðskiptaráðherra að segja óþægilega hluti og því hafi hann þótt umdeildur en rætt hefur verið um að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og sameina það fjármálaráðuneytinu. 19. desember 2011 20:37
"Bretar og Hollendingar þurfa að sanna tjón sitt" Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir alls ekki skynsamlegt að horfa á vaxtaprósentur úr eldri Icesave-samningum í tengslum við hugsanlegt samningsbrot Íslands vegna málshöfðunar ESA fyrir EFTA-dómstólnum, fari svo að Ísland tapi málinu og þurfi að efna skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum. 19. desember 2011 21:00