Sá strax að ég var með gull í höndunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2011 07:00 Eygló Ósk Gústafsdóttir Anton Sveinn McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttir voru sigursæl á Norðurlandameistaramóti unglinga sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina, unnu saman sjö einstaklingsgull og náðu bestu afrekum mótsins. Anton vann fjóra Norðurlandameistaratitla og setti tvö Íslandsmet en Eygló Ósk vann þrjá Norðurlandameistaratitla og setti tvö Íslandsmet. Bæði hafa þau verið að bæta sig mikið undir stjórn Frakkans Jacky Pellerin sem var að sjálfsögðu himinlifandi með árangur helgarinnar. „Þetta var mjög gott hjá þeim báðum. Ég er mjög ánægður enda lögðu þau mikið á sig fyrir þetta mót. Við gerðum með okkur samning fyrir mótið og þau stóðu við hann," segir Jacky Pellerin og útskýrir samninginn nánar. „Anton átti að ná 15:15 í 1500 metrunum og hann fór næstum því fimmtán sekúndum hraðar en það og Eygló átti að ná 2:07 í 200 metra baksundi sem og hún gerði. Þetta er mitt fimmta tímabil með þau og þau hafa lagt mikið á sig til að ná þessum árangri. Þessi árangur kemur mér því ekki á óvart," segir Pellerin sem setti Norðurlandamótið í forgang. „Ég sagði við þau fyrir Íslandsmeistaramótið að þau myndu ekki toppa þar. Við settum stefnuna á það að þau myndu synda hraðar á Norðurlandamótinu því að mínu mati var það mót stærra og mikilvægara. Núna vitum við hvað þau geta gert," segir Pellerin sem er bjartsýnn á enn frekari bætingar. „Þau geta bæði bætt sig meira. Aðalmarkmiðið hjá Eygló núna er að ná að synda 200 metrana á 2:10 í löngu lauginni og ná A-lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana og fyrir Anton að ná að synda 1500 metrana á 15:15 í löngu brautinni sem myndi líka nægja honum til að komast inn á Ólympíuleikana," segir Pellerin. „Þessir krakkar eru frábærar fyrirmyndir fyrir önnur börn á Íslandi. Þau búa á Íslandi, æfa á Íslandi og standa sig frábærlega. Þau berjast alltaf til enda og gefast aldrei upp," segir Pellerin og hann vill halda áfram að vinna með þeim. „Margir erlendir þjálfarar koma til Íslands og fara síðan aftur eftir aðeins eitt til tvö ár. Þegar ég sá þessa krakka þá sagði ég við sjálfan mig: Ég er með gull í höndunum og þess vegna ætla ég að halda áfram að vinna með þeim. Ég er mjög stoltur af þeim," segir Pellerin. Anton og Eygló fá bæði rólega viku eftir ævintýri helgarinnar.„Þau fá að taka því svolítið rólega í þessari viku því ég get ekki alltaf pressað á þau," segir Pellerin að lokum. Innlendar Sund Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Ólympíufari lést í eldsvoða Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Sjá meira
Anton Sveinn McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttir voru sigursæl á Norðurlandameistaramóti unglinga sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina, unnu saman sjö einstaklingsgull og náðu bestu afrekum mótsins. Anton vann fjóra Norðurlandameistaratitla og setti tvö Íslandsmet en Eygló Ósk vann þrjá Norðurlandameistaratitla og setti tvö Íslandsmet. Bæði hafa þau verið að bæta sig mikið undir stjórn Frakkans Jacky Pellerin sem var að sjálfsögðu himinlifandi með árangur helgarinnar. „Þetta var mjög gott hjá þeim báðum. Ég er mjög ánægður enda lögðu þau mikið á sig fyrir þetta mót. Við gerðum með okkur samning fyrir mótið og þau stóðu við hann," segir Jacky Pellerin og útskýrir samninginn nánar. „Anton átti að ná 15:15 í 1500 metrunum og hann fór næstum því fimmtán sekúndum hraðar en það og Eygló átti að ná 2:07 í 200 metra baksundi sem og hún gerði. Þetta er mitt fimmta tímabil með þau og þau hafa lagt mikið á sig til að ná þessum árangri. Þessi árangur kemur mér því ekki á óvart," segir Pellerin sem setti Norðurlandamótið í forgang. „Ég sagði við þau fyrir Íslandsmeistaramótið að þau myndu ekki toppa þar. Við settum stefnuna á það að þau myndu synda hraðar á Norðurlandamótinu því að mínu mati var það mót stærra og mikilvægara. Núna vitum við hvað þau geta gert," segir Pellerin sem er bjartsýnn á enn frekari bætingar. „Þau geta bæði bætt sig meira. Aðalmarkmiðið hjá Eygló núna er að ná að synda 200 metrana á 2:10 í löngu lauginni og ná A-lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana og fyrir Anton að ná að synda 1500 metrana á 15:15 í löngu brautinni sem myndi líka nægja honum til að komast inn á Ólympíuleikana," segir Pellerin. „Þessir krakkar eru frábærar fyrirmyndir fyrir önnur börn á Íslandi. Þau búa á Íslandi, æfa á Íslandi og standa sig frábærlega. Þau berjast alltaf til enda og gefast aldrei upp," segir Pellerin og hann vill halda áfram að vinna með þeim. „Margir erlendir þjálfarar koma til Íslands og fara síðan aftur eftir aðeins eitt til tvö ár. Þegar ég sá þessa krakka þá sagði ég við sjálfan mig: Ég er með gull í höndunum og þess vegna ætla ég að halda áfram að vinna með þeim. Ég er mjög stoltur af þeim," segir Pellerin. Anton og Eygló fá bæði rólega viku eftir ævintýri helgarinnar.„Þau fá að taka því svolítið rólega í þessari viku því ég get ekki alltaf pressað á þau," segir Pellerin að lokum.
Innlendar Sund Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Ólympíufari lést í eldsvoða Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Sjá meira