Glæpasagnadrottningin veltir kónginum úr sessi 14. desember 2011 12:00 Yrsa Sigurðardóttir átti mest seldu bók landsins í síðustu viku, Brakið. Þetta er í annað sinn sem hún veltir Arnaldi Indriðasyni úr efsta sætinu. Óhætt er að tala um tveggja turna tal í sölu á glæpasögum fyrir jólin. „Ég hélt að ég hefði fengið mitt tækifæri fyrir hálfum mánuði og að ég fengi ekki slíkt aftur þannig að ég er himinlifandi með þetta," segir Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur. Yrsa hefur oft verið kölluð Glæpasagnadrottning Íslands og hún stendur vel undir nafni um þessar mundir. Bók hennar, Brakið, var mest selda skáldsaga landsins í síðustu viku og velti hún þar með sjálfum glæpasagnakónginum Arnaldi Indriðasyni úr sessi. Arnaldur hefur einokað toppsætið undanfarin ár. Athyglisvert er að þetta er í annað sinn á þremur vikum sem Yrsa skákar Arnaldi en í fyrra skiptið var listinn ekki birtur. Bók Arnaldar, Einvígið, situr í öðru sæti yfir mest seldu bækur ársins en þar er bók Yrsu í fjórða sæti. Það er því ótímabært að afskrifa hinn sívinsæla Arnald en auknar vinsældir Yrsu eru óumdeildar. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins sem gefur bækur Arnaldar út, vildi ekki tjá sig um málið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá útgefanda Yrsu, Pétri Má Ólafssyni, stendur til að prenta Brakið í 22 þúsundum eintaka. Hann á von á því að þau eintök verði horfin á aðfangadag. Vaka-Helgafell, útgefandi Arnaldar, lét prenta 23.500 eintök þannig að ef að líkum lætur munu Íslendingar fjárfesta í 45 þúsundum eintökum af þessum tveimur bókum fyrir rúmlega 215 milljónir íslenskra króna. „Þetta er auðvitað bara mjög skemmtilegt og léttir okkar lund. Við erum búin að selja á annan tug þúsunda sem er töluvert meira en Ég man þig," segir Pétur Már en sú bók var mest selda bók Yrsu frá upphafi. Ég man þig er reyndar enn ein af mest seldu bókum ársins, situr í sjötta sæti heildarlistans. Yrsa getur því vel við unað þótt hún geri lítið úr samkeppninni við Arnald. „Hún er ekki á milli okkar, maður verður fyrst og fremst að hugsa um sjálfan sig. Hver bók er einstakt verk og þó að það gangi vel núna er það ekki öruggt að það gangi vel næst. Það er miklu erfiðara að koma sér að verki þegar það gengur svona vel því maður veit að á einhverjum tímapunkti hefur maður náð toppnum og þá kvíðir maður ferðinni niður." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
„Ég hélt að ég hefði fengið mitt tækifæri fyrir hálfum mánuði og að ég fengi ekki slíkt aftur þannig að ég er himinlifandi með þetta," segir Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur. Yrsa hefur oft verið kölluð Glæpasagnadrottning Íslands og hún stendur vel undir nafni um þessar mundir. Bók hennar, Brakið, var mest selda skáldsaga landsins í síðustu viku og velti hún þar með sjálfum glæpasagnakónginum Arnaldi Indriðasyni úr sessi. Arnaldur hefur einokað toppsætið undanfarin ár. Athyglisvert er að þetta er í annað sinn á þremur vikum sem Yrsa skákar Arnaldi en í fyrra skiptið var listinn ekki birtur. Bók Arnaldar, Einvígið, situr í öðru sæti yfir mest seldu bækur ársins en þar er bók Yrsu í fjórða sæti. Það er því ótímabært að afskrifa hinn sívinsæla Arnald en auknar vinsældir Yrsu eru óumdeildar. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins sem gefur bækur Arnaldar út, vildi ekki tjá sig um málið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá útgefanda Yrsu, Pétri Má Ólafssyni, stendur til að prenta Brakið í 22 þúsundum eintaka. Hann á von á því að þau eintök verði horfin á aðfangadag. Vaka-Helgafell, útgefandi Arnaldar, lét prenta 23.500 eintök þannig að ef að líkum lætur munu Íslendingar fjárfesta í 45 þúsundum eintökum af þessum tveimur bókum fyrir rúmlega 215 milljónir íslenskra króna. „Þetta er auðvitað bara mjög skemmtilegt og léttir okkar lund. Við erum búin að selja á annan tug þúsunda sem er töluvert meira en Ég man þig," segir Pétur Már en sú bók var mest selda bók Yrsu frá upphafi. Ég man þig er reyndar enn ein af mest seldu bókum ársins, situr í sjötta sæti heildarlistans. Yrsa getur því vel við unað þótt hún geri lítið úr samkeppninni við Arnald. „Hún er ekki á milli okkar, maður verður fyrst og fremst að hugsa um sjálfan sig. Hver bók er einstakt verk og þó að það gangi vel núna er það ekki öruggt að það gangi vel næst. Það er miklu erfiðara að koma sér að verki þegar það gengur svona vel því maður veit að á einhverjum tímapunkti hefur maður náð toppnum og þá kvíðir maður ferðinni niður." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira