Annað sjónarhorn Trausti Júlíusson skrifar 14. desember 2011 06:00 Tónlist. Aðför að lögum. Megas og strengir Aðför að lögum hefur að geyma tólf Megasarlög í nýjum útsetningum eftir Þórð Magnússon, son Megasar. Eins og nafn flytjanda á plötuumslaginu gefur til kynna eru þetta útsetningar fyrir strengjasveit sem er skipuð tveimur fiðluleikurum, víóluleikara, sellóleikara og kontrabassaleikara. Allt topp hljóðfæraleikarar. Þegar þessi dagskrá var frumflutt í Háskólabíói á Listahátíð í Reykjavík í maí 2010 varð ég fyrir smá vonbrigðum. Útsetningarnar gripu mig ekki sérstaklega við fyrstu hlustun og mér fannst Megas á köflum hikandi og óöruggur í söngnum. Mig grunaði samt að þetta væri efni sem gæti komið vel út á plötu. Og það gekk eftir. Lögin á Aðför eru bæði af gömlum og nýrri Megasarplötum. Útsetningarnar eru mjög ólíkar frumútgáfunum, sem er auðvitað mikill kostur ef menn eru á annað borð að gefa gömul lög út á nýjan leik. Með strengjasveit má bæði framkalla drunga og dramatík og léttleika, og fegurð og útsetningar Þórðar gera þetta allt, þó að það fari kannski minnst fyrir léttleikanum. Það er helst í Tveimur stjörnum og Jólanáttburði. Útsetningarnar eru margar mjög flottar. Í uppáhaldi hjá mér eru Silfurskotturnar hafa sungið fyrir mig, Nóttin hefur níðst á mér, Heill, Tvær stjörnur og Gamli sorrí Gráni, sem er gjörbreytt. Á heildina litið er þetta flott plata með allt öðruvísi útsetningum af gömlum lögum. Þær koma ekki í staðinn fyrir upprunalegu útsetningarnar og spurningin er ekki hvort þær eru betri eða verri. Þetta er einfaldlega ný nálgun, annað sjónarhorn. Niðurstaða: Gömul Megasarlög í gjörbreyttum útgáfum. Lífið Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónlist. Aðför að lögum. Megas og strengir Aðför að lögum hefur að geyma tólf Megasarlög í nýjum útsetningum eftir Þórð Magnússon, son Megasar. Eins og nafn flytjanda á plötuumslaginu gefur til kynna eru þetta útsetningar fyrir strengjasveit sem er skipuð tveimur fiðluleikurum, víóluleikara, sellóleikara og kontrabassaleikara. Allt topp hljóðfæraleikarar. Þegar þessi dagskrá var frumflutt í Háskólabíói á Listahátíð í Reykjavík í maí 2010 varð ég fyrir smá vonbrigðum. Útsetningarnar gripu mig ekki sérstaklega við fyrstu hlustun og mér fannst Megas á köflum hikandi og óöruggur í söngnum. Mig grunaði samt að þetta væri efni sem gæti komið vel út á plötu. Og það gekk eftir. Lögin á Aðför eru bæði af gömlum og nýrri Megasarplötum. Útsetningarnar eru mjög ólíkar frumútgáfunum, sem er auðvitað mikill kostur ef menn eru á annað borð að gefa gömul lög út á nýjan leik. Með strengjasveit má bæði framkalla drunga og dramatík og léttleika, og fegurð og útsetningar Þórðar gera þetta allt, þó að það fari kannski minnst fyrir léttleikanum. Það er helst í Tveimur stjörnum og Jólanáttburði. Útsetningarnar eru margar mjög flottar. Í uppáhaldi hjá mér eru Silfurskotturnar hafa sungið fyrir mig, Nóttin hefur níðst á mér, Heill, Tvær stjörnur og Gamli sorrí Gráni, sem er gjörbreytt. Á heildina litið er þetta flott plata með allt öðruvísi útsetningum af gömlum lögum. Þær koma ekki í staðinn fyrir upprunalegu útsetningarnar og spurningin er ekki hvort þær eru betri eða verri. Þetta er einfaldlega ný nálgun, annað sjónarhorn. Niðurstaða: Gömul Megasarlög í gjörbreyttum útgáfum.
Lífið Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira