Ertu vanagefinn? Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 19. október 2011 06:00 Vaninn er harður húsbóndi. Fáir sjá það betur en Pedro þjónn á kaffibarnum Azaharra í miðbæ Priego de Córdoba. Áður en hann opnar á morgnana getur hann sagt til um það hverjir koma og klukkan hvað. Fæstir þurfa að panta drykki því Pedro veit fyrir löngu hvað viðkomandi vill. Það er ekki laust við að þetta háttalag mannanna sligi Pedro. „Allt gengur þetta blessaða þjóðfélag út á eilífar endurtekningar,“ sagði þessi viðræðugóði þjónn eitt sinn mæðulega. „Tannhjól snúast í eilífa hringi, fólk mætir á sama tíma til vinnu til að endurtaka sama verkið frá deginum áður, kennarar endurtaka sömu lexíuna og þegar menn eru frjálsir frá rútínunni þá koma þeir hingað til að gera það sem þeir gerðu í gær. Er nema von að rómantíkin sé á undanhaldi í þessu lífi?“ Ég varð hálf hissa á barlómi barþjónsins svo ég spurði hvort ekki mætti finna rómantík í rútínu dagsins. Hann spurði mig á móti hvort ég hefði heyrt söguna af fornleifafræðingnum sem leitaði að óskasteininum, en hana hafði ég ekki heyrt. „Hann hafði fundið kort þar sem útlistað var hvar þennan stein væri að finna, eini vandinn var sá að þetta var fjara með óteljandi steinum sem allir voru svipaðir. Hann vissi hins vegar að óskasteinninn væri ávallt volgur og víbraði lítið eitt. Það var því ekki um annað að ræða en koma sér fyrir í fjörunni og taka upp hvern steininn á fætur öðrum og athuga hvort hann byggi yfir þessum eiginleikum. Hann mátti síst af öllu við tvíverknaði í þessu umfangsmikla verki sem beið hans svo hann vandi sig á að henda steininum langt út í sjó eftir að hafa þuklað á honum svo hann færi nú ekki að kanna sama steininn tvisvar. Í þrjú ár sat hann í fjörunni, tók upp stein, þuklaði á honum og henti svo út í sjó. Þá allt í einu tekur hann upp stein sem er volgur og víbrar. Hvað heldur þú að hann hafi þá gert?“ Það gat ég náttúrlega ekki vitað. „Nú, það sama og hann hafði gert í þessi þrjú ár; hann þuklaði á honum og henti svo út í sjó.“ Ég komst ekki hjá því að spyrja mig hversu margir óskasteinar ætli hafi farið framhjá mér í þessu blessaða færibandalífi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Vaninn er harður húsbóndi. Fáir sjá það betur en Pedro þjónn á kaffibarnum Azaharra í miðbæ Priego de Córdoba. Áður en hann opnar á morgnana getur hann sagt til um það hverjir koma og klukkan hvað. Fæstir þurfa að panta drykki því Pedro veit fyrir löngu hvað viðkomandi vill. Það er ekki laust við að þetta háttalag mannanna sligi Pedro. „Allt gengur þetta blessaða þjóðfélag út á eilífar endurtekningar,“ sagði þessi viðræðugóði þjónn eitt sinn mæðulega. „Tannhjól snúast í eilífa hringi, fólk mætir á sama tíma til vinnu til að endurtaka sama verkið frá deginum áður, kennarar endurtaka sömu lexíuna og þegar menn eru frjálsir frá rútínunni þá koma þeir hingað til að gera það sem þeir gerðu í gær. Er nema von að rómantíkin sé á undanhaldi í þessu lífi?“ Ég varð hálf hissa á barlómi barþjónsins svo ég spurði hvort ekki mætti finna rómantík í rútínu dagsins. Hann spurði mig á móti hvort ég hefði heyrt söguna af fornleifafræðingnum sem leitaði að óskasteininum, en hana hafði ég ekki heyrt. „Hann hafði fundið kort þar sem útlistað var hvar þennan stein væri að finna, eini vandinn var sá að þetta var fjara með óteljandi steinum sem allir voru svipaðir. Hann vissi hins vegar að óskasteinninn væri ávallt volgur og víbraði lítið eitt. Það var því ekki um annað að ræða en koma sér fyrir í fjörunni og taka upp hvern steininn á fætur öðrum og athuga hvort hann byggi yfir þessum eiginleikum. Hann mátti síst af öllu við tvíverknaði í þessu umfangsmikla verki sem beið hans svo hann vandi sig á að henda steininum langt út í sjó eftir að hafa þuklað á honum svo hann færi nú ekki að kanna sama steininn tvisvar. Í þrjú ár sat hann í fjörunni, tók upp stein, þuklaði á honum og henti svo út í sjó. Þá allt í einu tekur hann upp stein sem er volgur og víbrar. Hvað heldur þú að hann hafi þá gert?“ Það gat ég náttúrlega ekki vitað. „Nú, það sama og hann hafði gert í þessi þrjú ár; hann þuklaði á honum og henti svo út í sjó.“ Ég komst ekki hjá því að spyrja mig hversu margir óskasteinar ætli hafi farið framhjá mér í þessu blessaða færibandalífi?
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun