Ævintýri af gamla skólanum Arndís Þórarinsdóttir skrifar 6. janúar 2011 06:00 Nornin og dularfulla gauksklukkan eftir Gunnar Helgason og Björgvin Franz Gíslason. Bækur Nornin og dularfulla gauksklukkan Gunnar Helgason og Björgvin Franz GíslasonGunnar Helgason og Björgvin Franz Gíslason hafa skrifað ævintýri sem er nokkurs konar hliðarveruleiki við söguna sem fram hefur undið í Stundinni okkar í vetur. Engin þörf er á að hafa horft á þættina til að geta notið ævintýrisins, það stendur alveg sér og fjallar raunar um atburði sem gerast alls ekki í sjónvarpsþáttunum.Nornin og dularfulla gauksklukkan er eiginlega hvorki myndabók né hefðbundin kaflabók, myndir og texti eru í jöfnum hlutföllum. Þetta kemur vel út og gaman að eldri krakkar fái svona fallega bók við sitt hæfi. Myndhöfundur er Halldór Baldursson og eru myndirnar skemmtilegar eins og við er að búast úr þeirri átt. Lesendur Fréttablaðsins þekkja vel kómíska sýn Halldórs á heiminn og hann hefur aldrei hikað við að beita henni á öðrum vettvangi líka.Björgvin og Gunnar hafa tekið þann pól í hæðina að skrifa mjög hefðbundið ævintýri, þrátt fyrir að það sé frumsamið árið 2010, enda mun markmið sjónvarpsþáttanna í vetur vera að vinna með ævintýrahefðina. Aðalpersónurnar eru auðvitað kóngafólk, álög og nornir koma við sögu, voveifleg tákn og fyrirboðar hafa áhrif á framgang mála og svo fer allt vel að lokum. Atburðirnir hefjast á þann veg að konungur og drottning kljást við barnleysi en lifa á tímum þar sem úrræði við slíkum vandræðum eru ekki á hverju strái.Það má þó greina nútímann í sögunni, þó þráðurinn sé gamaldags. Drottningin er til að mynda mesta bogaskytta í landinu og stundum er gert gys að hefðbundnum ævintýrum. Til dæmis hafa konungshjónin á sínum snærum sérlegan bankara, sem bæði fer til dyra þegar kveðið er dyra og bankar jafnframt á dyr fyrir hönd húsbænda sinna. Svona lagað er fyndið og sniðugt og hefði að ósekju mátt ganga lengra.Lausnin á vanda hjónanna felst í því að ókunnug kona kemur til hallarinnar með gauksklukku sem hún færir konungshjónunum að gjöf. Klukkan er þeirrar náttúru að þegar gaukurinn galar í fyrsta sinn er það til marks um að drottningin sé þunguð. Annað og þriðja skiptið munu tákna fyrst sundrung konungsríkisins og svo sameiningu þess. Auðvitað kemur á daginn að gefandinn er fjölkunnugt flagð sem hefur illt eitt í hyggju - en reyndar virðist Þistla seiðkona líka undir álög klukkunnar sett svo ekki er ljóst hvaðan klukkan er upprunnin. Þetta er undarlegur skalli í ekki lengri frásögn.Textinn er vel unninn, orðaforðinn fjölbreyttur og skemmtilegur, samtöl lifandi og lýsingar fjörlegar. Persónusköpunin er einnig með ágætum, sem er alls ekki sjálfgefið í ekki lengri sögu. Það er gaman að lesa þetta ævintýri.Niðurstaða: Prýðisgóð barnabók, ekki sérlega frumleg en skemmtilegar myndir og góður texti bæta vel fyrir það. Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Nornin og dularfulla gauksklukkan Gunnar Helgason og Björgvin Franz GíslasonGunnar Helgason og Björgvin Franz Gíslason hafa skrifað ævintýri sem er nokkurs konar hliðarveruleiki við söguna sem fram hefur undið í Stundinni okkar í vetur. Engin þörf er á að hafa horft á þættina til að geta notið ævintýrisins, það stendur alveg sér og fjallar raunar um atburði sem gerast alls ekki í sjónvarpsþáttunum.Nornin og dularfulla gauksklukkan er eiginlega hvorki myndabók né hefðbundin kaflabók, myndir og texti eru í jöfnum hlutföllum. Þetta kemur vel út og gaman að eldri krakkar fái svona fallega bók við sitt hæfi. Myndhöfundur er Halldór Baldursson og eru myndirnar skemmtilegar eins og við er að búast úr þeirri átt. Lesendur Fréttablaðsins þekkja vel kómíska sýn Halldórs á heiminn og hann hefur aldrei hikað við að beita henni á öðrum vettvangi líka.Björgvin og Gunnar hafa tekið þann pól í hæðina að skrifa mjög hefðbundið ævintýri, þrátt fyrir að það sé frumsamið árið 2010, enda mun markmið sjónvarpsþáttanna í vetur vera að vinna með ævintýrahefðina. Aðalpersónurnar eru auðvitað kóngafólk, álög og nornir koma við sögu, voveifleg tákn og fyrirboðar hafa áhrif á framgang mála og svo fer allt vel að lokum. Atburðirnir hefjast á þann veg að konungur og drottning kljást við barnleysi en lifa á tímum þar sem úrræði við slíkum vandræðum eru ekki á hverju strái.Það má þó greina nútímann í sögunni, þó þráðurinn sé gamaldags. Drottningin er til að mynda mesta bogaskytta í landinu og stundum er gert gys að hefðbundnum ævintýrum. Til dæmis hafa konungshjónin á sínum snærum sérlegan bankara, sem bæði fer til dyra þegar kveðið er dyra og bankar jafnframt á dyr fyrir hönd húsbænda sinna. Svona lagað er fyndið og sniðugt og hefði að ósekju mátt ganga lengra.Lausnin á vanda hjónanna felst í því að ókunnug kona kemur til hallarinnar með gauksklukku sem hún færir konungshjónunum að gjöf. Klukkan er þeirrar náttúru að þegar gaukurinn galar í fyrsta sinn er það til marks um að drottningin sé þunguð. Annað og þriðja skiptið munu tákna fyrst sundrung konungsríkisins og svo sameiningu þess. Auðvitað kemur á daginn að gefandinn er fjölkunnugt flagð sem hefur illt eitt í hyggju - en reyndar virðist Þistla seiðkona líka undir álög klukkunnar sett svo ekki er ljóst hvaðan klukkan er upprunnin. Þetta er undarlegur skalli í ekki lengri frásögn.Textinn er vel unninn, orðaforðinn fjölbreyttur og skemmtilegur, samtöl lifandi og lýsingar fjörlegar. Persónusköpunin er einnig með ágætum, sem er alls ekki sjálfgefið í ekki lengri sögu. Það er gaman að lesa þetta ævintýri.Niðurstaða: Prýðisgóð barnabók, ekki sérlega frumleg en skemmtilegar myndir og góður texti bæta vel fyrir það.
Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira