Gestrisni í verki Steinunn Stefánsdóttir skrifar 21. janúar 2011 06:00 Iðnaðarráðherra lagði í vikunni fram frumvarp til laga um stofnun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Málefni helstu ferðamannastaða landsins hafa allt of lengi verið látin reka á reiðanum. Þar hefur ekki verið sinnt eðlilegu viðhaldi, hvað þá uppbyggingu, auk þess sem staða öryggismála er sums staðar óviðunandi. Frumvarp iðnaðarráðherra er því fagnaðarefni og gott til þess að vita að því sé vel tekið af fulltrúum allra flokka á þingi. Áætlað er að Framkvæmdasjóðurinn hafi 240 milljónir til umráða á ári, verði frumvarpið að lögum. Fénu á að verja til þess að byggja upp, halda við og vernda ferðamannastaði, auk þess að taka á öryggismálum sem víða er ábótavant. Fram kom í skýrslu sem Umhverfisstofnun gaf út í haust að helstu náttúruperlur þjóðarinnar væru komnar að ystu mörkum og væru í raun að tapa gildi sínu vegna gríðarlegs álags sem ekki hefur verið mætt með viðhlítandi viðbúnaði. Við þessu er nú brugðist. Í raun er staðan sú að enginn ferðamannastaður á Íslandi er í stakk búinn til þess að taka við þeim fjölda ferðamanna sem þá sækja. Skortur á öryggisviðbúnaði leggur mikla ábyrgð á þá leiðsögumenn sem ferðamannahópum fylgja. Hættulegastir eru þessir staðir þó þeim sem ferðast á eigin vegum og því miður eru nærtæk dæmi þess að illa hafi farið. Ferðamenn eru Íslendingum stöðugt mikilvægari tekjulind. Það liggur því í augum uppi að byggja þarf upp aðstöðu til að taka vel og forsvaranlega á móti þessum stækkandi hópi. Það er svo sannarlega vilji allra að skila þessum gestum okkar bæði heilum og ánægðum heim. Frumvarp iðnaðarráðherra helst í hendur við frumvarp fjármálaráðherra um innheimtu farþega- og gistináttagjalda en með þeim er lagður grunnur að fjármögnun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Gjöldin eiga að skila 400 milljónum króna á ári í tekjur. Auk þess að fjármagna Framkvæmdasjóðinn eiga 40 prósent þessara gjalda að renna til þjóðgarða í landinu. Ekki eru allir á eitt sáttir um innheimtu þessara gjalda, sem á að vera í höndum þeirra sem selja gistingu og farmiða. Einnig er deilt um hvar eigi að vista Framkvæmdasjóðinn, sem samkvæmt frumvarpinu á að heyra undir Ferðamálastofu. Hvernig sem því verður háttað, bæði varðandi vistun sjóðsins og leiðir til að fjármagna hann því vissulega hlýtur að mega skoða þá leið að innheimta aðgangseyri við vinsælustu ferðamannastaði eins og tíðkast um heim allan, þá er aðalatriðið að koma Framkvæmdasjóðnum á laggirnar fljótt og örugglega og tryggja fjármögnun hans. Málefni helstu ferðamannaperla landsins mega ekki reka á reiðanum lengur. Þessum stöðum verður að sinna. Sumum þarf að forða frá skemmdum meðan uppbygging öryggismála er brýnasta verkefnið annars staðar. Gestrisni við erlenda ferðamenn verður að sýna í verki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór
Iðnaðarráðherra lagði í vikunni fram frumvarp til laga um stofnun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Málefni helstu ferðamannastaða landsins hafa allt of lengi verið látin reka á reiðanum. Þar hefur ekki verið sinnt eðlilegu viðhaldi, hvað þá uppbyggingu, auk þess sem staða öryggismála er sums staðar óviðunandi. Frumvarp iðnaðarráðherra er því fagnaðarefni og gott til þess að vita að því sé vel tekið af fulltrúum allra flokka á þingi. Áætlað er að Framkvæmdasjóðurinn hafi 240 milljónir til umráða á ári, verði frumvarpið að lögum. Fénu á að verja til þess að byggja upp, halda við og vernda ferðamannastaði, auk þess að taka á öryggismálum sem víða er ábótavant. Fram kom í skýrslu sem Umhverfisstofnun gaf út í haust að helstu náttúruperlur þjóðarinnar væru komnar að ystu mörkum og væru í raun að tapa gildi sínu vegna gríðarlegs álags sem ekki hefur verið mætt með viðhlítandi viðbúnaði. Við þessu er nú brugðist. Í raun er staðan sú að enginn ferðamannastaður á Íslandi er í stakk búinn til þess að taka við þeim fjölda ferðamanna sem þá sækja. Skortur á öryggisviðbúnaði leggur mikla ábyrgð á þá leiðsögumenn sem ferðamannahópum fylgja. Hættulegastir eru þessir staðir þó þeim sem ferðast á eigin vegum og því miður eru nærtæk dæmi þess að illa hafi farið. Ferðamenn eru Íslendingum stöðugt mikilvægari tekjulind. Það liggur því í augum uppi að byggja þarf upp aðstöðu til að taka vel og forsvaranlega á móti þessum stækkandi hópi. Það er svo sannarlega vilji allra að skila þessum gestum okkar bæði heilum og ánægðum heim. Frumvarp iðnaðarráðherra helst í hendur við frumvarp fjármálaráðherra um innheimtu farþega- og gistináttagjalda en með þeim er lagður grunnur að fjármögnun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Gjöldin eiga að skila 400 milljónum króna á ári í tekjur. Auk þess að fjármagna Framkvæmdasjóðinn eiga 40 prósent þessara gjalda að renna til þjóðgarða í landinu. Ekki eru allir á eitt sáttir um innheimtu þessara gjalda, sem á að vera í höndum þeirra sem selja gistingu og farmiða. Einnig er deilt um hvar eigi að vista Framkvæmdasjóðinn, sem samkvæmt frumvarpinu á að heyra undir Ferðamálastofu. Hvernig sem því verður háttað, bæði varðandi vistun sjóðsins og leiðir til að fjármagna hann því vissulega hlýtur að mega skoða þá leið að innheimta aðgangseyri við vinsælustu ferðamannastaði eins og tíðkast um heim allan, þá er aðalatriðið að koma Framkvæmdasjóðnum á laggirnar fljótt og örugglega og tryggja fjármögnun hans. Málefni helstu ferðamannaperla landsins mega ekki reka á reiðanum lengur. Þessum stöðum verður að sinna. Sumum þarf að forða frá skemmdum meðan uppbygging öryggismála er brýnasta verkefnið annars staðar. Gestrisni við erlenda ferðamenn verður að sýna í verki.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun