Handbolti

Kristján Andrésson kemur með lið sitt Guif á Hafnarfjarðarmótið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Andrésson.
Kristján Andrésson.
Hið árlega Hafnarfjarðarmót fer fram 18. ágúst til 20. ágúst. Fjögur lið taka þátt í mótinu eins og undanfarin ár og eru þau: FH, Haukar, Valur og sænska úrvalsdeildarliðið Ekilstuna Guif, sem er undir stjórn Kristjáns Andréssonar. Einnig leikur bróðir Kristjáns, miðjumaðurinn Haukar Andrésson með liðinu.

FH-ingar fóru út til Svíþjóðar um áramótin 2010 og kepptu þá æfingaleiki við Guif. Nú koma Guif til Íslands og leika því sama leikinn og FH-ingar gerðu 2010.

Kristján hefur náð frábærum árangri með Ekilstuna Guif undanfarin ár en liðið hefur tvisvar farið í úrslitaleikinn um sænska meistaratitilinn undir hans stjórn.

Allir leikir mótsins munu fara fram í hinu fornfræga húsi, Íþróttahúsinu við Strandgötu og eru leikirnir sem hér segir:

Fimmtudaginn 18. ágúst

Kl 18.00 FH-Guif

kl 20.00 Haukar-Valur

Föstudaginn 19. ágúst

Kl 18.00 Haukar-Guif

kl 20.00 FH-Valur

Laugardaginn 20. ágúst

Kl 14.00 Valur-Guif

kl 16.00 FH-Haukar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×