Ísland á möguleika á að fara í léttasta riðilinn í forkeppni ÓL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2011 10:15 Aron Pálmarsson í leiknum gegn Frakklandi í gær. Mynd/Valli Nú þegar ljóst er að Ísland er með öruggt sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í Lundúnum árið 2012 er rétt að skoða í hvaða riðlil Ísland á möguleika á að spila í. Alls keppa tólf lið í handbolta á Ólympíuleikunum. Ellefu þeirra verða að vinna sér inn þátttökurétt en gestgjafarnir, Bretland, fá sinn sjálfkrafa. Heimsmeistararnir og þar að auki fjórir álfumeistarar (Evrópu, Asíu, Afríku og Ameríku) fá þátttökurétt til mótinu. Það þýðir að eftir standa sex sæti sem keppt verður um í áðurnefndri forkeppni. Í forkeppnina komast tólf lið - þar af þau sex lið sem verða í 2.-7. sæti á HM í Svíþjóð. Ísland spilar um 5.-6. sætið og er því með öruggt sæti þar. En nú er spurning í hvaða riðli Ísland lendir í forkeppninni því þeir eru mismunandi erfiðir. Hérna má sjá hvernig liðin tólf raðast í þrjá riðla í forkeppninni: Riðill 1:2. sæti á HM 7. sæti á HMEvrópuþjóð - sú þjóð sem nær næstbestum árangri á EM 2012 í Serbíu af þeim sem ekki tryggðu sér sæti í forkeppni ÓL á HM 2011.Afríkuþjóð - sú þjóð sem nær næstbestum árangri á Afríkumótinu 2011.Riðill 2:3. sæti á HM 6. sæti á HM Ameríkuþjóð - sú þjóð sem nær næstbestum árangri á Ameríkumótinu 2011.Evrópuþjóð - sú þjóð sem nær þriðja besta árangri á EM 2012 í Serbíu af þeim sem ekki tryggðu sér sæti í forkeppni ÓL á HM 2011.Riðill 3: 4. sæti á HM 5. sæti á HM Asíuþjóð - sú þjóð sem nær næstbestum árangri á Asíumótinu 2011.Ameríkuþjóð - sú þjóð sem nær þriðja besta árangri á Ameríkumótinu 2011. Augljóst er á þessu að auðveldasti riðillinn í undankeppninni er sá þriðji. Hann er sá eini sem ekki er með þremur Evrópuþjóðum. Ísland mun á föstudaginn spila við 5.-6. sætið á HM þegar liðið mætir Króatíu. Það er því mikið að vinna í þessum leik þar sem að talsvert auðveldari riðill í forkeppni ÓL bíður liðinu sem lendir í fimmta sæti. Hins vegar er rétt að nefna eitt til viðbótar. Ef ske kynni að Ísland myndi tapa fyrir Króatíu og enda í sjötta sæti á HM í Svíþjóð gæti samt verið möguleiki á því að komast í riðil 3. Ef eitt af liðunum sem lenda í 2.-5. sæti á HM í Svíþjóð verður svo Evrópumeistari í Serbíu á næsta ári fær viðkomandi sjálfkrafa þátttökurétt á Ólympíuleikunum og þarf því ekki að taka þátt í forkeppninni. Liðin sem urðu í næstu sætum á eftir viðkomandi liði á HM í Svíþjóð myndu því færast upp um eitt sæti. Semsagt - Ísland myndi því „færast upp" í fimmta sætið. Það er eitt sem viðbótar sem gæti haft áhrif á þessa niðurröðun. Ef sama lið verður heimsmeistari nú í Svíþjóð og svo Evrópumeistari í Serbíu á næsta ári fær liðið sem hlýtur silfur á EM 2012 sjálfkrafa þátttökurétt á Ólympíuleikunum. Ef það lið var þegar búið að tryggja sér sæti í forkeppninni færast önnur lið upp um eitt sæti. Forkeppnin sjálf fer fram í apríl á næsta ári en það mun ekki verða endanlega ljóst hvernig riðlarnir verða skipaðir fyrr en eftir EM í Serbíu á næsta ári. Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira
Nú þegar ljóst er að Ísland er með öruggt sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í Lundúnum árið 2012 er rétt að skoða í hvaða riðlil Ísland á möguleika á að spila í. Alls keppa tólf lið í handbolta á Ólympíuleikunum. Ellefu þeirra verða að vinna sér inn þátttökurétt en gestgjafarnir, Bretland, fá sinn sjálfkrafa. Heimsmeistararnir og þar að auki fjórir álfumeistarar (Evrópu, Asíu, Afríku og Ameríku) fá þátttökurétt til mótinu. Það þýðir að eftir standa sex sæti sem keppt verður um í áðurnefndri forkeppni. Í forkeppnina komast tólf lið - þar af þau sex lið sem verða í 2.-7. sæti á HM í Svíþjóð. Ísland spilar um 5.-6. sætið og er því með öruggt sæti þar. En nú er spurning í hvaða riðli Ísland lendir í forkeppninni því þeir eru mismunandi erfiðir. Hérna má sjá hvernig liðin tólf raðast í þrjá riðla í forkeppninni: Riðill 1:2. sæti á HM 7. sæti á HMEvrópuþjóð - sú þjóð sem nær næstbestum árangri á EM 2012 í Serbíu af þeim sem ekki tryggðu sér sæti í forkeppni ÓL á HM 2011.Afríkuþjóð - sú þjóð sem nær næstbestum árangri á Afríkumótinu 2011.Riðill 2:3. sæti á HM 6. sæti á HM Ameríkuþjóð - sú þjóð sem nær næstbestum árangri á Ameríkumótinu 2011.Evrópuþjóð - sú þjóð sem nær þriðja besta árangri á EM 2012 í Serbíu af þeim sem ekki tryggðu sér sæti í forkeppni ÓL á HM 2011.Riðill 3: 4. sæti á HM 5. sæti á HM Asíuþjóð - sú þjóð sem nær næstbestum árangri á Asíumótinu 2011.Ameríkuþjóð - sú þjóð sem nær þriðja besta árangri á Ameríkumótinu 2011. Augljóst er á þessu að auðveldasti riðillinn í undankeppninni er sá þriðji. Hann er sá eini sem ekki er með þremur Evrópuþjóðum. Ísland mun á föstudaginn spila við 5.-6. sætið á HM þegar liðið mætir Króatíu. Það er því mikið að vinna í þessum leik þar sem að talsvert auðveldari riðill í forkeppni ÓL bíður liðinu sem lendir í fimmta sæti. Hins vegar er rétt að nefna eitt til viðbótar. Ef ske kynni að Ísland myndi tapa fyrir Króatíu og enda í sjötta sæti á HM í Svíþjóð gæti samt verið möguleiki á því að komast í riðil 3. Ef eitt af liðunum sem lenda í 2.-5. sæti á HM í Svíþjóð verður svo Evrópumeistari í Serbíu á næsta ári fær viðkomandi sjálfkrafa þátttökurétt á Ólympíuleikunum og þarf því ekki að taka þátt í forkeppninni. Liðin sem urðu í næstu sætum á eftir viðkomandi liði á HM í Svíþjóð myndu því færast upp um eitt sæti. Semsagt - Ísland myndi því „færast upp" í fimmta sætið. Það er eitt sem viðbótar sem gæti haft áhrif á þessa niðurröðun. Ef sama lið verður heimsmeistari nú í Svíþjóð og svo Evrópumeistari í Serbíu á næsta ári fær liðið sem hlýtur silfur á EM 2012 sjálfkrafa þátttökurétt á Ólympíuleikunum. Ef það lið var þegar búið að tryggja sér sæti í forkeppninni færast önnur lið upp um eitt sæti. Forkeppnin sjálf fer fram í apríl á næsta ári en það mun ekki verða endanlega ljóst hvernig riðlarnir verða skipaðir fyrr en eftir EM í Serbíu á næsta ári.
Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira