Kögun og kúgun Guðmundur Andri Thorsson skrifar 15. ágúst 2011 00:01 Deyr fé osfrv… en orðstír deyr aldregi, hveim sér vondan getur. Þannig að þegar menn eru að víla og díla og græða þurfa menn helst að muna eftir því líka. Á því hefur orðið misbrestur. Eins og þeir hafa verið að komast að raun um hver af öðrum Bólufurstarnir getur eitt gjaldið fyrir auðsæld og veraldleg völd verið sjálf æran. Og menn gera sér ekki grein fyrir verðmæti hennar fyrr en þeir hafa misst hana og sjá ekki fram á að vinna hana aftur. Það er ekki hægt að endurheimta æru sína með ímyndarmöndli, fréttatilkynningum, sjóðastofnununum, greinarskrifum, lagaálitum, lofdýrðarkvikmyndum, kröfugerðum, heitingum og kúgunartilburðum – og hvað þá málaferlum. Æran er það orð sem fer af okkur. Hún er það mat sem annað fólk leggur á störf okkar og persónu. Hún er álit annars fólks þegar það kagar okkur (að 'kaga' þýðir að 'skyggnast um' eða 'horfa yfir'). Hún er niðurstaðan af kögun. Hafi einhver orðið til þess að vekja almenna vanþóknun vegna framgöngu sinnar getur hann ekki krafist velþóknunar. Við getum ekki mætt með lögfræðing heim til annars fólks og stefnt því til að líka vel við okkur. MenningarvitarMenningarvitar okkar tíma eru bloggararnir. Þeir eru vitnisburður um það hvaðan og hvernig vindurinn blæs hverju sinni – hvernig talað er þarna úti, á kaffistofunum, í eldhúsunum, strætisvögnunum og heitu pottunum. Auðvitað eru þeir misjafnir en einn af þeim betri er Teitur Atlason. Hann hefur í nokkur ár skrifað blogg hér og þar á netinu, nú síðast hjá dv.is. Hann skrifar af heilindum en er stundum heldur kjaftfor og dómharður. Hann er afdráttarlaus og hreinskilinn um sjálfan sig og aðra, dregur ekki undan og ekki af sér; hann getur verið gífuryrtur, skapvondur, fljótfær og vondur í stafsetningu en líka orðheppinn, klár og fyndinn. Stundum skiptir hann um skoðun, sem hér á landi er af sumum haft til marks um ístöðuleysi þar sem gjarnan er litið á skoðanaskipti eins og íþróttakeppni fremur en sannleiksleit. En þeir einir skipta aldrei um skoðun sem annaðhvort hafa ekki hugsað nýja hugsun árum saman eða eru að gæta einhverra hagsmuna. Hvorugt gildir um Teit. Hann gætir engra hagsmuna. Jean-Paul Sartre sagði að menningarvitar væru fólk sem alltaf sé að skipta sér af því sem því kemur ekki við. Þannig er Teitur einmitt: hann er fulltrúi þeirra sem ekkert eiga en leita sannleikans. Í öllu sem hann skrifar skynjar maður þrá eftir réttlætinu og sannleikanum. Honum ofbauð tal Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um að fólk sem vildi samninga í Icesave-málinu tilheyrði „elítunni" og rifjaði upp hvernig fjölskylda Sigmundar auðgaðist á sínum tíma á pólitískum tengslum við Framsóknarflokkinn en Gunnlaugur Sigmundsson eignaðist stóran hlut í mjög ábatasömu fyrirtæki sem vann fyrir herinn í kjölfar starfa sinna fyrir utanríkisráðuneyti Framsóknarflokksins. Gunnlaugur Sigmundsson hefur sem sé stefnt Teiti fyrir meiðyrði, um leið og hann segir málið „eitt allsherjarbull í gölnum manni". Trúi hann því sjálfur hefur Gunnlaugur þannig geð í sér til að heimta milljónir króna af gölnum manni fyrir skrif sín. Þau skrif eru reyndar meira og minna upp úr gamalli grein eftir Agnesi Bragadóttur sem Gunnlaugur lögsótti ekki á sínum tíma. Kannski að hún sé ekki nógu galin fyrir hann. Stóra samhengiðKögunarmálið hefur ekki vaxið fram í tómarúmi heldur hefur fólk séð það í tilteknu samhengi, hvort sem Gunnlaugi er ljúft eða leitt, það hefur jafnvel þótt dæmigert fyrir það sem aflaga hefur farið í íslensku samfélagi frá lýðveldisstofnun, þar sem góð tengsl í stjórnmálaflokkunum, einkum Framsókn og Sjálfstæðisflokki, hafa veitt mönnum aðgang að tilteknum gæðum sem flokkarnir útdeildu, ekki síst í hermanginu þar sem sérstökum vildar- og venslamönnum þessara flokka var veittur einkaaðgangur að framkvæmdum fyrir ameríska herinn. Kögunarmálið snýst um jarðýtur og gröfur okkar tíma; tæknibúnað og tölvulausnir; fyrirtækið var stofnað af Þróunarfélagi Íslands kringum loftvarnakerfi NATÓ á Íslandi. Gunnlaugur Sigmundsson var skipaður forstjóri Þróunarfélagsins af formanni Framsóknarflokksins, Steingrími Hermannssyni, og sjálfur varð hann þingmaður Framsóknarflokksins. Hann eignaðist stóran hlut í Kögun en Þróunarfélagið hafði áður selt sinn hlut í félaginu á verði sem margir telja hafa verið alltof lágt miðað við það sem síðar kom á daginn um verðmæti félagsins. Hann getur alveg áreiðanlega „útskýrt allt" – og verður bara að halda áfram að gera það uns honum tekst að sannfæra fólk um að hann hafi einn af hyggjuviti sínu séð eitthvað sem aðrir sáu ekki. En Teitur –hvort sem hann er galinn eða ógalinn eins og við hin teljum – hefur þau mannréttindi að finnast Gunnlaugur Sigmundsson hafa með refskap og pólitískum tengslum sölsað undir sig verðmæta eign almennings – og segja það fullum fetum án þess að vera gerður gjaldþrota fyrir. Gunnlaugur Sigmundsson mun ekki endurheimta æru sína úr klóm Teits Atlasonar. Hún er ekki þar. Hún er vakin af verkum hans sjálfs, framgöngu hans, orðum og persónuleika. Gunnlaugur getur ef til vill fengið einhver orð Teits dæmd dauð og ómerk og hugsanlega þjónað lund sinni með því að setja Teit á höfuðið. En orðstírinn verður alltaf á sama stað, hveim sér vondan getur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun
Deyr fé osfrv… en orðstír deyr aldregi, hveim sér vondan getur. Þannig að þegar menn eru að víla og díla og græða þurfa menn helst að muna eftir því líka. Á því hefur orðið misbrestur. Eins og þeir hafa verið að komast að raun um hver af öðrum Bólufurstarnir getur eitt gjaldið fyrir auðsæld og veraldleg völd verið sjálf æran. Og menn gera sér ekki grein fyrir verðmæti hennar fyrr en þeir hafa misst hana og sjá ekki fram á að vinna hana aftur. Það er ekki hægt að endurheimta æru sína með ímyndarmöndli, fréttatilkynningum, sjóðastofnununum, greinarskrifum, lagaálitum, lofdýrðarkvikmyndum, kröfugerðum, heitingum og kúgunartilburðum – og hvað þá málaferlum. Æran er það orð sem fer af okkur. Hún er það mat sem annað fólk leggur á störf okkar og persónu. Hún er álit annars fólks þegar það kagar okkur (að 'kaga' þýðir að 'skyggnast um' eða 'horfa yfir'). Hún er niðurstaðan af kögun. Hafi einhver orðið til þess að vekja almenna vanþóknun vegna framgöngu sinnar getur hann ekki krafist velþóknunar. Við getum ekki mætt með lögfræðing heim til annars fólks og stefnt því til að líka vel við okkur. MenningarvitarMenningarvitar okkar tíma eru bloggararnir. Þeir eru vitnisburður um það hvaðan og hvernig vindurinn blæs hverju sinni – hvernig talað er þarna úti, á kaffistofunum, í eldhúsunum, strætisvögnunum og heitu pottunum. Auðvitað eru þeir misjafnir en einn af þeim betri er Teitur Atlason. Hann hefur í nokkur ár skrifað blogg hér og þar á netinu, nú síðast hjá dv.is. Hann skrifar af heilindum en er stundum heldur kjaftfor og dómharður. Hann er afdráttarlaus og hreinskilinn um sjálfan sig og aðra, dregur ekki undan og ekki af sér; hann getur verið gífuryrtur, skapvondur, fljótfær og vondur í stafsetningu en líka orðheppinn, klár og fyndinn. Stundum skiptir hann um skoðun, sem hér á landi er af sumum haft til marks um ístöðuleysi þar sem gjarnan er litið á skoðanaskipti eins og íþróttakeppni fremur en sannleiksleit. En þeir einir skipta aldrei um skoðun sem annaðhvort hafa ekki hugsað nýja hugsun árum saman eða eru að gæta einhverra hagsmuna. Hvorugt gildir um Teit. Hann gætir engra hagsmuna. Jean-Paul Sartre sagði að menningarvitar væru fólk sem alltaf sé að skipta sér af því sem því kemur ekki við. Þannig er Teitur einmitt: hann er fulltrúi þeirra sem ekkert eiga en leita sannleikans. Í öllu sem hann skrifar skynjar maður þrá eftir réttlætinu og sannleikanum. Honum ofbauð tal Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um að fólk sem vildi samninga í Icesave-málinu tilheyrði „elítunni" og rifjaði upp hvernig fjölskylda Sigmundar auðgaðist á sínum tíma á pólitískum tengslum við Framsóknarflokkinn en Gunnlaugur Sigmundsson eignaðist stóran hlut í mjög ábatasömu fyrirtæki sem vann fyrir herinn í kjölfar starfa sinna fyrir utanríkisráðuneyti Framsóknarflokksins. Gunnlaugur Sigmundsson hefur sem sé stefnt Teiti fyrir meiðyrði, um leið og hann segir málið „eitt allsherjarbull í gölnum manni". Trúi hann því sjálfur hefur Gunnlaugur þannig geð í sér til að heimta milljónir króna af gölnum manni fyrir skrif sín. Þau skrif eru reyndar meira og minna upp úr gamalli grein eftir Agnesi Bragadóttur sem Gunnlaugur lögsótti ekki á sínum tíma. Kannski að hún sé ekki nógu galin fyrir hann. Stóra samhengiðKögunarmálið hefur ekki vaxið fram í tómarúmi heldur hefur fólk séð það í tilteknu samhengi, hvort sem Gunnlaugi er ljúft eða leitt, það hefur jafnvel þótt dæmigert fyrir það sem aflaga hefur farið í íslensku samfélagi frá lýðveldisstofnun, þar sem góð tengsl í stjórnmálaflokkunum, einkum Framsókn og Sjálfstæðisflokki, hafa veitt mönnum aðgang að tilteknum gæðum sem flokkarnir útdeildu, ekki síst í hermanginu þar sem sérstökum vildar- og venslamönnum þessara flokka var veittur einkaaðgangur að framkvæmdum fyrir ameríska herinn. Kögunarmálið snýst um jarðýtur og gröfur okkar tíma; tæknibúnað og tölvulausnir; fyrirtækið var stofnað af Þróunarfélagi Íslands kringum loftvarnakerfi NATÓ á Íslandi. Gunnlaugur Sigmundsson var skipaður forstjóri Þróunarfélagsins af formanni Framsóknarflokksins, Steingrími Hermannssyni, og sjálfur varð hann þingmaður Framsóknarflokksins. Hann eignaðist stóran hlut í Kögun en Þróunarfélagið hafði áður selt sinn hlut í félaginu á verði sem margir telja hafa verið alltof lágt miðað við það sem síðar kom á daginn um verðmæti félagsins. Hann getur alveg áreiðanlega „útskýrt allt" – og verður bara að halda áfram að gera það uns honum tekst að sannfæra fólk um að hann hafi einn af hyggjuviti sínu séð eitthvað sem aðrir sáu ekki. En Teitur –hvort sem hann er galinn eða ógalinn eins og við hin teljum – hefur þau mannréttindi að finnast Gunnlaugur Sigmundsson hafa með refskap og pólitískum tengslum sölsað undir sig verðmæta eign almennings – og segja það fullum fetum án þess að vera gerður gjaldþrota fyrir. Gunnlaugur Sigmundsson mun ekki endurheimta æru sína úr klóm Teits Atlasonar. Hún er ekki þar. Hún er vakin af verkum hans sjálfs, framgöngu hans, orðum og persónuleika. Gunnlaugur getur ef til vill fengið einhver orð Teits dæmd dauð og ómerk og hugsanlega þjónað lund sinni með því að setja Teit á höfuðið. En orðstírinn verður alltaf á sama stað, hveim sér vondan getur.