Innlent

Gera þátt um múslima á Íslandi

Hér er sjónvarpslið Al-Jazeera að taka upp viðtal við Halldór Ali í Viðey.
mynd/ENp
Hér er sjónvarpslið Al-Jazeera að taka upp viðtal við Halldór Ali í Viðey. mynd/ENp
Trúarlíf múslima á Íslandi hefur vakið áhuga sjónvarpsmanna frá arabísku sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera en þeir eru nú að taka upp þátt hér á landi.

Þátturinn fjallar um það hvernig múslimar halda Ramadan yst á norðurhveli jarðar en síðan munu þeir halda til Nýja-Sjálands og sjá hvernig þessi heilagasti mánuður múslima er í heiðri haldinn á hinum veraldarhjaranum. Heimildarmyndinni verður sjónvarpað í desember.

Meðal viðmælenda er Ólafur Ali Halldórsson, sem er bænaprestur hjá Félagi múslima á Íslandi, og Egill Noor Prunner kvikmyndagerðarmaður.

Ólafur tók íslamstrú fyrir tuttugu og tveimur árum en Egill Noor í febrúar á þessu ári svo þetta er í fyrsta sinn sem hann fastar. Einnig er tekið viðtal við móður Egils. „Hún var svolítið efins fyrst þegar ég tók trú en svo hefur hún séð að þetta hefur gert mér gott svo hún er sátt í dag,“ segir Egill.

Ólafur segir að það hafi vakið athygli sjónvarpsmanna að hér á landi er fastan brotin, samkvæmt reglum, áður en sól er sest að fullu. „Það er óhugsandi víðast annars staðar,“ segir hann. - jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×