Smókingurinn passar ennþá 20. apríl 2011 23:00 Rúnar Rúnarsson keppir í þriðja sinn á Cannes. Eldfjall kemur bæði til greina sem besta fyrsta mynd og í flokknum Directors’ Fortnight. Fréttablaðið/Valli Rúnar Rúnarsson virðist vera í miklum metum á kvikmyndahátíðinni í Cannes því kvikmynd hans Eldfjall hefur verið valin í tvo keppnisflokka. Þetta er í þriðja sinn sem Rúnar tekur þátt. „Þetta er eins gott og maður þorði að vona; þetta mun hjálpa myndinni að ná til breiðari og stærri hóps,“ segir Rúnar Rúnarsson kvikmyndagerðarmaður. Í gær var tilkynnt að kvikmynd Rúnars, Eldfjall, myndi keppa í tveimur flokkum á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Annars vegar keppir hún í Directors’ Fortnight, þar sem stór nöfn á borð við Martin Scorsese, Francis Ford Coppola og George Lucas komu fyrst fram á sjónarsviðið, og hins vegar um Camera d’Or eða fyrir bestu fyrstu kvikmynd leikstjóra. „Síðarnefndu verðlaunin eru hluti af aðalverðlaununum en Directors’ Fortnight er flokkur sem franska leikstjórasambandið stendur fyrir,“ útskýrir Rúnar. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk kvikmynd keppir í flokki Directors’ Fortnight síðan 1984, þegar Atómstöðin eftir Þorstein Jónsson keppti fyrir Íslands hönd. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem Rúnar fer á Cannes með kvikmynd sína því hann hefur í tvígang keppt með stuttmyndir sínar. Rúnar á enn smókinginn sem framleiðslufyrirtækið ZikZak fjárfesti í handa honum fyrir þremur árum þegar Smáfuglarnir kepptu um aðalverðlaunin í stuttmyndaflokknum, en slíkur klæðnaður er staðalbúnaður við hátíðleg tilefni á frönsku Rivíerunni. „Ég held að hann passi ennþá og það sé í góðu lagi með hann. Ég hef allavega ekki verið að lenda mikið í slagsmálum í honum, þarf bara að fara með hann í hreinsun.“ Eldfjall er þroskasaga manns sem er á leið á eftirlaun og þarf að takast á við nýtt hlutverk í lífinu. Með aðalhlutverkin fara þau Theódór Júlíusson og Margrét Helga Jóhannesdóttir en tónlistina gerði Kjartan Sveinsson, oftast kenndur við Sigur Rós. Rúnar segir það einstaka upplifun að frumsýna kvikmynd á Cannes. „Það er virkilega gaman að vera í stóru kvikmyndahúsi og sjá eitthvað sem maður hefur séð þúsund sinnum en í öðrum aðstæðum. Þá er þetta bara eins og maður sé að sjá myndina í fyrsta skipti.“ Ekki hefur verið ákveðið hvenær myndin verður frumsýnd hér á landi en gert er ráð fyrir því að það verði í haust. Rúnar er nú fluttur heim til Íslands eftir áralanga dvöl í Danmörku þar sem hann var við nám en segir að það sé fyrst núna sem hann átti sig á því hvar hann sé. „Konan mín og dóttir eru búnar að koma sér fyrir en ég hef náttúrlega verið á fullu að vinna myndina og er að átta mig á þessu hægt og rólega. Ég hef til að mynda verið að uppgötva að það eru engin kaffihús sem ég get reykt á né neinn bar og það var algjört kúltúrsjokk. Hins vegar er auðvitað gaman að vera kominn nálægt fjölskyldu og vinum.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
Rúnar Rúnarsson virðist vera í miklum metum á kvikmyndahátíðinni í Cannes því kvikmynd hans Eldfjall hefur verið valin í tvo keppnisflokka. Þetta er í þriðja sinn sem Rúnar tekur þátt. „Þetta er eins gott og maður þorði að vona; þetta mun hjálpa myndinni að ná til breiðari og stærri hóps,“ segir Rúnar Rúnarsson kvikmyndagerðarmaður. Í gær var tilkynnt að kvikmynd Rúnars, Eldfjall, myndi keppa í tveimur flokkum á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Annars vegar keppir hún í Directors’ Fortnight, þar sem stór nöfn á borð við Martin Scorsese, Francis Ford Coppola og George Lucas komu fyrst fram á sjónarsviðið, og hins vegar um Camera d’Or eða fyrir bestu fyrstu kvikmynd leikstjóra. „Síðarnefndu verðlaunin eru hluti af aðalverðlaununum en Directors’ Fortnight er flokkur sem franska leikstjórasambandið stendur fyrir,“ útskýrir Rúnar. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk kvikmynd keppir í flokki Directors’ Fortnight síðan 1984, þegar Atómstöðin eftir Þorstein Jónsson keppti fyrir Íslands hönd. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem Rúnar fer á Cannes með kvikmynd sína því hann hefur í tvígang keppt með stuttmyndir sínar. Rúnar á enn smókinginn sem framleiðslufyrirtækið ZikZak fjárfesti í handa honum fyrir þremur árum þegar Smáfuglarnir kepptu um aðalverðlaunin í stuttmyndaflokknum, en slíkur klæðnaður er staðalbúnaður við hátíðleg tilefni á frönsku Rivíerunni. „Ég held að hann passi ennþá og það sé í góðu lagi með hann. Ég hef allavega ekki verið að lenda mikið í slagsmálum í honum, þarf bara að fara með hann í hreinsun.“ Eldfjall er þroskasaga manns sem er á leið á eftirlaun og þarf að takast á við nýtt hlutverk í lífinu. Með aðalhlutverkin fara þau Theódór Júlíusson og Margrét Helga Jóhannesdóttir en tónlistina gerði Kjartan Sveinsson, oftast kenndur við Sigur Rós. Rúnar segir það einstaka upplifun að frumsýna kvikmynd á Cannes. „Það er virkilega gaman að vera í stóru kvikmyndahúsi og sjá eitthvað sem maður hefur séð þúsund sinnum en í öðrum aðstæðum. Þá er þetta bara eins og maður sé að sjá myndina í fyrsta skipti.“ Ekki hefur verið ákveðið hvenær myndin verður frumsýnd hér á landi en gert er ráð fyrir því að það verði í haust. Rúnar er nú fluttur heim til Íslands eftir áralanga dvöl í Danmörku þar sem hann var við nám en segir að það sé fyrst núna sem hann átti sig á því hvar hann sé. „Konan mín og dóttir eru búnar að koma sér fyrir en ég hef náttúrlega verið á fullu að vinna myndina og er að átta mig á þessu hægt og rólega. Ég hef til að mynda verið að uppgötva að það eru engin kaffihús sem ég get reykt á né neinn bar og það var algjört kúltúrsjokk. Hins vegar er auðvitað gaman að vera kominn nálægt fjölskyldu og vinum.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira