Hvað á að friða og hvað má rífa? Ólafur Stephensen skrifar 20. apríl 2011 09:00 Það fer ekki framhjá vegfarendum, hvað þá þeim sem búa og starfa í miðborg Reykjavíkur, að þar eru mörg hús í skelfilegri niðurníðslu. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar hefði árið 2008 gert ýtarlega úttekt á ástandi húsa í miðborginni og sent eigendum hundraða húsa bréf þar sem farið var fram á að þeir héldu húsunum betur við, annars yrði dagsektum beitt. Nú eru liðin hátt í þrjú ár og enn hefur dagsektaúrræðið ekki verið notað. Í upphafi var gefin sú ástæða að efnahagslífið fór á hliðina stuttu eftir að hótunin um dagsektir var send út. Það var kannski gild ástæða þá en er það varla lengur. Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, sagði í viðtali hér í blaðinu í ágúst í fyrra að búast mætti við því að dagsektum yrði beitt „á næstu vikum“ en ekkert hefur ennþá gerzt. Sjálfsagt eru einhverjir eigendur niðurníddra húsa í miðbænum fólk sem ekki hefur mikið handa á milli og myndi ekki ráða við að greiða dagsektir. En eins og Páll bendir á í Fréttablaðinu í gær eru nú margar eignanna í eigu bankanna eða fyrirtækja sem eru í fanginu á bönkunum. Þeir eiga að hafa bolmagn til að halda eignum sínum við með mannsæmandi hætti. Magnús Sædal byggingafulltrúi segir í Fréttablaðinu í gær að Íslendingar þurfi að taka sig á og fara að haga sér „eins og siðaðar þjóðir og halda mannvirkjum okkar við“. Það er mikið til í því. Í mörgum miðborgum kæmust húseigendur ekki upp með að trassa viðhaldið eins og víða er gert í miðborg Reykjavíkur. Vandinn er hins vegar mun víðtækari, eins og Páll Hjaltason sýndi raunar heilmikinn skilning á í viðtalinu hér í blaðinu í fyrra. Það vantar miklu markvissari stefnu um hvaða byggingar beri að vernda í miðborginni og hvaða skilmálum nýbyggingar eigi að lúta. Undanfarin ár hafa verktakar komizt upp með að sanka að sér eignum, leyfa þeim að drabbast niður og leigja þær jafnvel ógæfufólki sem er öllum til ama, þannig að allir verði dauðfegnir þegar verktakarnir bjóðast til að rífa kofana, sameina lóðir og byggja ný, stærri og nútímalegri hús í staðinn. Ein afleiðing þessarar stefnu er rýrnun á byggingararfleifð Reykvíkinga, sem eiga lítið af gömlum húsum og eiga að kappkosta að vernda þau, og þá helzt þar sem þau hafa alltaf staðið. Önnur afleiðing er allt of mikið af nýbyggingum sem fara illa í gamla bænum og eru sumar hverjar ósvífin árás á fegurðarskyn og smekkvísi. Núna, þegar áformin um allar nýju gler- og steypuhallirnar í miðbænum eru í frosti vegna kreppu, er tækifærið til að vinda ofan af þessari þróun. Það gerist ekki nema með markvissri stefnumótun borgaryfirvalda. Dæmin eru mýmörg frá nágrannalöndunum um að gömul, niðurnídd borgarhverfi hafa gengið í endurnýjun lífdaga með skynsamlegu samstarfi borgaryfirvalda og húseigenda. Og enginn skilur í dag af hverju menn vildu einu sinni rífa gömlu húsin, því að þau eru hið raunverulega aðdráttarafl miðbæjanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Göngum í takt Skoðun
Það fer ekki framhjá vegfarendum, hvað þá þeim sem búa og starfa í miðborg Reykjavíkur, að þar eru mörg hús í skelfilegri niðurníðslu. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar hefði árið 2008 gert ýtarlega úttekt á ástandi húsa í miðborginni og sent eigendum hundraða húsa bréf þar sem farið var fram á að þeir héldu húsunum betur við, annars yrði dagsektum beitt. Nú eru liðin hátt í þrjú ár og enn hefur dagsektaúrræðið ekki verið notað. Í upphafi var gefin sú ástæða að efnahagslífið fór á hliðina stuttu eftir að hótunin um dagsektir var send út. Það var kannski gild ástæða þá en er það varla lengur. Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, sagði í viðtali hér í blaðinu í ágúst í fyrra að búast mætti við því að dagsektum yrði beitt „á næstu vikum“ en ekkert hefur ennþá gerzt. Sjálfsagt eru einhverjir eigendur niðurníddra húsa í miðbænum fólk sem ekki hefur mikið handa á milli og myndi ekki ráða við að greiða dagsektir. En eins og Páll bendir á í Fréttablaðinu í gær eru nú margar eignanna í eigu bankanna eða fyrirtækja sem eru í fanginu á bönkunum. Þeir eiga að hafa bolmagn til að halda eignum sínum við með mannsæmandi hætti. Magnús Sædal byggingafulltrúi segir í Fréttablaðinu í gær að Íslendingar þurfi að taka sig á og fara að haga sér „eins og siðaðar þjóðir og halda mannvirkjum okkar við“. Það er mikið til í því. Í mörgum miðborgum kæmust húseigendur ekki upp með að trassa viðhaldið eins og víða er gert í miðborg Reykjavíkur. Vandinn er hins vegar mun víðtækari, eins og Páll Hjaltason sýndi raunar heilmikinn skilning á í viðtalinu hér í blaðinu í fyrra. Það vantar miklu markvissari stefnu um hvaða byggingar beri að vernda í miðborginni og hvaða skilmálum nýbyggingar eigi að lúta. Undanfarin ár hafa verktakar komizt upp með að sanka að sér eignum, leyfa þeim að drabbast niður og leigja þær jafnvel ógæfufólki sem er öllum til ama, þannig að allir verði dauðfegnir þegar verktakarnir bjóðast til að rífa kofana, sameina lóðir og byggja ný, stærri og nútímalegri hús í staðinn. Ein afleiðing þessarar stefnu er rýrnun á byggingararfleifð Reykvíkinga, sem eiga lítið af gömlum húsum og eiga að kappkosta að vernda þau, og þá helzt þar sem þau hafa alltaf staðið. Önnur afleiðing er allt of mikið af nýbyggingum sem fara illa í gamla bænum og eru sumar hverjar ósvífin árás á fegurðarskyn og smekkvísi. Núna, þegar áformin um allar nýju gler- og steypuhallirnar í miðbænum eru í frosti vegna kreppu, er tækifærið til að vinda ofan af þessari þróun. Það gerist ekki nema með markvissri stefnumótun borgaryfirvalda. Dæmin eru mýmörg frá nágrannalöndunum um að gömul, niðurnídd borgarhverfi hafa gengið í endurnýjun lífdaga með skynsamlegu samstarfi borgaryfirvalda og húseigenda. Og enginn skilur í dag af hverju menn vildu einu sinni rífa gömlu húsin, því að þau eru hið raunverulega aðdráttarafl miðbæjanna.
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun