Dauðarokkhljómsveit með jöfnum kynjahlutföllum 16. mars 2011 11:00 Haraldur, Gyða, Edda og Hafþór eru dauðarokkhljómsveitin Angist. Fréttablaðið/Stefán „Okkur langaði að gera eitthvað öðruvísi en allir eru að gera á Íslandi," segir Gyða Hrund Þorvaldsdóttir, gítarleikari dauðarokkhljómsveitarinnar Angistar. Angist lenti í öðru sæti í hljómsveitakeppninni Wacken Metal Battle á dögunum. Tvær stúlkur eru í hljómsveitinni, en karlmenn hafa hingað til einokað þessa tónlistarstefnu. „Við Edda [söngkona og gítarleikari Angistar] þekktumst og vorum búnar að tala lengi um að það væri gaman að stofna dauðarokkhljómsveit með stelpum," segir Gyða spurð um upphaf hljómsveitarinnar. „Við byrjuðum að spila og athuga hvernig samstarfið gengi og það gekk mjög vel. Fyrsta æfingin var í saumaherberginu hjá mömmu." Hvað fannst mömmu þinni um að heyra dauðarokk óma í saumaherberginu? „Henni fannst það sniðugt. Lögin Our Ruin og Rotten Mind eru samin í saumaherbergi mömmu." Angist er eflaust ein af fáum dauðarokkhljómsveitum heims með jöfnum kynjahlutföllum og meðlimirnir koma einnig víða að; frá Vestmannaeyjum, Selfossi og úr Hafnarfirði. Gyða viðurkennir að hljómsveitin hafi vakið sérstaka athygli vegna kyns hennar og Eddu söngkonu. „Auðvitað vekur það athygli," segir hún. „En við viljum láta taka okkur alvarlega sem tónlistarmenn. Það ætti ekki að skipta máli hvort við erum stelpur eða strákar, en auðvitað vitum við að þetta vekur athygli. Svo trúum við að tónlistin standi fyrir sínu. Fleiri tala um að tónlistin sé góð en að við séum stelpur." Gyða segir viðbrögðin við hljómsveitinni hafa verið frábær. „Við vorum mjög hrædd við að setja þessi lög á netið og bjuggumst við að fólk myndi velta fyrir sér hvað þessar stelpur væru að reyna," segir hún. „Auðvitað er ekki algengt að tvær stelpur séu að spila svona tónlist. Við viljum ekki að tónlistin sé bara góð miðað við að stelpur séu að spila. Við vinnum mikið í tónlistinni þangað til við erum 100 prósent sátt við lögin." Angist vinnur nú að stuttskífu og kemur fram ásamt þýsku hljómsveitinni Heaven Shall Burn á Café Amsterdam á laugardaginn. atlifannar@frettabladid.is Hægt er að horfa á upptöku af tónleikum Angistar á Wacken-keppninni hér á Vimeo. Lífið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Sjá meira
„Okkur langaði að gera eitthvað öðruvísi en allir eru að gera á Íslandi," segir Gyða Hrund Þorvaldsdóttir, gítarleikari dauðarokkhljómsveitarinnar Angistar. Angist lenti í öðru sæti í hljómsveitakeppninni Wacken Metal Battle á dögunum. Tvær stúlkur eru í hljómsveitinni, en karlmenn hafa hingað til einokað þessa tónlistarstefnu. „Við Edda [söngkona og gítarleikari Angistar] þekktumst og vorum búnar að tala lengi um að það væri gaman að stofna dauðarokkhljómsveit með stelpum," segir Gyða spurð um upphaf hljómsveitarinnar. „Við byrjuðum að spila og athuga hvernig samstarfið gengi og það gekk mjög vel. Fyrsta æfingin var í saumaherberginu hjá mömmu." Hvað fannst mömmu þinni um að heyra dauðarokk óma í saumaherberginu? „Henni fannst það sniðugt. Lögin Our Ruin og Rotten Mind eru samin í saumaherbergi mömmu." Angist er eflaust ein af fáum dauðarokkhljómsveitum heims með jöfnum kynjahlutföllum og meðlimirnir koma einnig víða að; frá Vestmannaeyjum, Selfossi og úr Hafnarfirði. Gyða viðurkennir að hljómsveitin hafi vakið sérstaka athygli vegna kyns hennar og Eddu söngkonu. „Auðvitað vekur það athygli," segir hún. „En við viljum láta taka okkur alvarlega sem tónlistarmenn. Það ætti ekki að skipta máli hvort við erum stelpur eða strákar, en auðvitað vitum við að þetta vekur athygli. Svo trúum við að tónlistin standi fyrir sínu. Fleiri tala um að tónlistin sé góð en að við séum stelpur." Gyða segir viðbrögðin við hljómsveitinni hafa verið frábær. „Við vorum mjög hrædd við að setja þessi lög á netið og bjuggumst við að fólk myndi velta fyrir sér hvað þessar stelpur væru að reyna," segir hún. „Auðvitað er ekki algengt að tvær stelpur séu að spila svona tónlist. Við viljum ekki að tónlistin sé bara góð miðað við að stelpur séu að spila. Við vinnum mikið í tónlistinni þangað til við erum 100 prósent sátt við lögin." Angist vinnur nú að stuttskífu og kemur fram ásamt þýsku hljómsveitinni Heaven Shall Burn á Café Amsterdam á laugardaginn. atlifannar@frettabladid.is Hægt er að horfa á upptöku af tónleikum Angistar á Wacken-keppninni hér á Vimeo.
Lífið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Sjá meira