Innlent

Funda með ríkisstjórninni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fulltrúar aðila vinnumarkaðarins settust á fund með forystumönnum ríkisstjórnarinnar í morgun. Mynd/ Sigurjón.
Fulltrúar aðila vinnumarkaðarins settust á fund með forystumönnum ríkisstjórnarinnar í morgun. Mynd/ Sigurjón.
Fulltrúar aðilar vinnumarkaðarins mættu á fund leiðtoga ríkisstjórnarinnar um klukkan níu í morgun. Á fundinum stendur til að ræða þátt stjórnvalda í gerð kjarasamninga sem standa lausir. Bæði forseti Alþýðusambands Íslands og forystumenn Samtaka atvinnulífsins hafa lagt gríðarlega áherslu á það að ríkisstjórnin skapi skilyrði til þess að efla atvinnulífið.

„Með því að örva fjárfestingar, sjá til þess að starfsskilyrði fyrirtækja séu trygg og stöðug og opna hagkerfið fyrir eðlilegum fjármagnshreyfingum geta stjórnvöld séð til þess að Ísland komist út úr kreppunni eins hratt og unnt er," sagði Vilhjálmur Egilsson meðal ananrs í pistli á vef SA á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×