Innlent

Jóhönnu að meinalausu að hverfa frá 110 ára ákvæðinu

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að það sé sér algjörlega að meinalausu að horfið verði frá því að gera einstök skjöl óaðgengileg almenningi í 110 ár í stað 80 ára eins og gert er ráð fyrir í breytingum á upplýsingalögum. Á Facebook-síðu sinni segir Jóhanna að breytingarnar hafi verið gerðar tortryggilegar í fjölmiðlum með rangtúlkunum.

Hún segir að hugsunin hafi verið sú að nú lifi fólk lengur og því þyrfti að lengja tímann. Ráðherrann segir að ef gera eigi gott framfaramál tortryggilegt með slíkum villandi málflutningi þá sé það heni algerlega að meinalausu að falla frá breytingunni og færa ákvæðið til fyrra horfs.


Tengdar fréttir

Upplýsingum haldið frá almenningi

Ný upplýsingalög eru nú til meðferðar hjá allsherjarnefnd Alþingis. Meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögnum um lögin er Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður. Hún bendir á að þegar frumvarpið var lagt fram hafi forsætisráðherra sagt megintilgang frumvarpsins að auka upplýsingarétt almennings, gera stjórnsýsluna opnari, bæta lýðræðislega stjórnarhætti og auka aðhald um starfsemi stjórnvalda.

Icesave málið gæti verið hjúpað leynd næstu 110 árin

Lykilgögn, til dæmis í Icesave málinu, gætu verið hulin leyndarhjúpi í hundrað og tíu ár nái nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um upplýsingalög fram að ganga. Þingmaður krefst þess að frumvarpið verði dregið til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×