Halda tónleika fyrir bágstadda 16. mars 2011 10:00 „Þetta er málefni sem snertir okkur öll," segir MR-ingurinn Ragnheiður Björk Halldórsdóttir. Skólarnir MH, MR, MS, Kvennó og Verzló standa fyrir góðgerðartónleikunum SamFram í Hafnarhúsinu í kvöld. Ágóði tónleikanna rennur til Mæðrastyrksnefndar en með framtakinu vilja nemendurnir leggja áherslu á að þeim er ekki sama. „Þeim heimilum sem hefur þurft að sækja sér hjálp til Mæðrastyrksnefndar hefur fjölgað alveg gríðarlega. Fyrir hrun voru að meðaltali 60-80 heimili sem sóttu sér hjálp vikulega, en rétt fyrir jól voru heimilin orðin um 700," segir Ragnheiður. Skólarnir fimm skipa hópinn SamFram og hittast fulltrúar á vegum hans reglulega og bera saman bækur sínar. „Undanfarið höfum við séð slæma umfjöllun um unglinga og við viljum bæta hana. Einu fréttirnar sem við fáum af unglingum eru neikvæðar. Ungt fólk er í ruglinu, áfengismælar á böllum, léleg umgengni um mötuneytin og annað. Þetta er ekkert svona. Við viljum bæta ímynd okkar út á við og okkur er ekkert sama um það hvernig staðan er í dag." Tónleikarnir fara fram í Hafnarhúsinu og hefjast þeir klukkan átta, en fram koma Friðrik Dór, Jón Jónsson, Agent Fresco, Who Knew, Original Melody, Orphic Oxtra, Gnúsi Yones og Stebbi og Eyfi. Tónleikarnir verða í beinni útsendingu á slóðinni www.valdiogfreyr.is og geta allir fylgst með en Talsímafélag Valda & Freys er aðalstyrktaraðili tónleikanna. Þeir sem hafa áhuga á að leggja málefninu lið geta hringt í númerið 907-1050 og gefið þar með kr. 500 eða í 907-1000 og gefið kr. 1000. -ka Lífið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Sjá meira
„Þetta er málefni sem snertir okkur öll," segir MR-ingurinn Ragnheiður Björk Halldórsdóttir. Skólarnir MH, MR, MS, Kvennó og Verzló standa fyrir góðgerðartónleikunum SamFram í Hafnarhúsinu í kvöld. Ágóði tónleikanna rennur til Mæðrastyrksnefndar en með framtakinu vilja nemendurnir leggja áherslu á að þeim er ekki sama. „Þeim heimilum sem hefur þurft að sækja sér hjálp til Mæðrastyrksnefndar hefur fjölgað alveg gríðarlega. Fyrir hrun voru að meðaltali 60-80 heimili sem sóttu sér hjálp vikulega, en rétt fyrir jól voru heimilin orðin um 700," segir Ragnheiður. Skólarnir fimm skipa hópinn SamFram og hittast fulltrúar á vegum hans reglulega og bera saman bækur sínar. „Undanfarið höfum við séð slæma umfjöllun um unglinga og við viljum bæta hana. Einu fréttirnar sem við fáum af unglingum eru neikvæðar. Ungt fólk er í ruglinu, áfengismælar á böllum, léleg umgengni um mötuneytin og annað. Þetta er ekkert svona. Við viljum bæta ímynd okkar út á við og okkur er ekkert sama um það hvernig staðan er í dag." Tónleikarnir fara fram í Hafnarhúsinu og hefjast þeir klukkan átta, en fram koma Friðrik Dór, Jón Jónsson, Agent Fresco, Who Knew, Original Melody, Orphic Oxtra, Gnúsi Yones og Stebbi og Eyfi. Tónleikarnir verða í beinni útsendingu á slóðinni www.valdiogfreyr.is og geta allir fylgst með en Talsímafélag Valda & Freys er aðalstyrktaraðili tónleikanna. Þeir sem hafa áhuga á að leggja málefninu lið geta hringt í númerið 907-1050 og gefið þar með kr. 500 eða í 907-1000 og gefið kr. 1000. -ka
Lífið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Fleiri fréttir Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Sjá meira