Erlent

Mikill meirihluti Norðmanna andvígur ESB aðild

Ný skoðanakönnun í Noregi sýnir að tæplega 64% Norðmanna eru andvígir því að landið gangi í Evrópusambandið. Rúm 26% eru hinsvegar fylgjandi aðild.

Könnun þessi var gerð fyrir blöðin Klassekampen og Nationen. Formaður samtakanna Nei við ESB í Noregi segir að hann sé ánægður með niðurstöðu könnunarinnar enda sýnir hún að mikill meirihluti Norðmanna vill ekki ganga í Evrópusambandið og að sá meirihluti hafi reynst stöðugur í könnunum síðastliðið ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×