Veiði

Fnjóská að detta í þriggja stafa tölu

Karl Lúðvíksson skrifar
Falleg breiða í Fnjóská
Falleg breiða í Fnjóská Mynd af www.svfr.is
Fnjóská hefur verið mjög vatnsmikil það sem af er veiðisumrinu. Talsverður lax hefur verið að ganga undanfarið og hefur að mestu safnast fyrir á svæði 1.

Þetta gæti þó verið að breytast en fyrsti laxinn ofan stiga veiddist þann 10. júlí samkvæmt vefsíðu Flúða á Akureyri. Fékkst hann á veiðistaðnum Lygnu (númer 66).

Nokkuð hefur verið af stórlaxi, en veiðimönnum gengur illa að landa þeim í því mikla og hraða vatni sem hefur verið á neðri svæðunum. Þess má geta að farið er að bera á sjóbleikju í ánni.

Birt með góðfúslegu leyfi SVFR






×