Innlent

Í ætt við fótbolta

„Þú þarft að hrinda, tosa og vera bara nógu góð. Ég skal gefa þér séns,“ segir Kristján Kristjánsson, dómari, aðspurður um taktíkina í mýrarbolta. Fylgst var með fyrsta leik tímabilsins í mýrarbolta í Íslandi í dag þegar úrvarlslið Guðjóns Þórðarsonar og stjörnulið Mýrarboltans tókust á.

Mýrarbolti er eitthvað í ætt við fótbolta en spilaður í drullusvaði. Refsingarnar eru jafn óvenjulegar og völlurinn. Í Íslandi í dag var hitað upp fyrir Evrópumeistaramótið í mýrarbolta sem fer fram á Ísafirði um Verslunarmannahelgina. Hægt er að sjá innslagið hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×