Innlent

Bretar herða reglur um heyrúllur

Hugsanlegt er að íslensk stjórnvöld herði öryggisreglur um heyrúllur eins og verið er að gera í Bretlandi.
Hugsanlegt er að íslensk stjórnvöld herði öryggisreglur um heyrúllur eins og verið er að gera í Bretlandi.
Öryggisreglur er varða meðferð á heyrúllum verða hertar í Bretlandi. Frá þessu var greint á bændafréttavefnum Farmers Weekly í gær. Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, segir einnig ástæðu til að huga að slíkum breytingum hér á landi.

Í kynningarbæklingi sem breska Vinnueftirlitið gaf út segir að margir hafi látist þar í landi eftir að hafa orðið fyrir heyrúllu, sumir eftir að þeir reyndu að stöðva rúllandi heyrúllu. Þær geta vegið á bilinu 600 til 1.200 kíló.

„Þetta hefur líka verið vandamál hér á landi,“ segir Eyjólfur. „Á undanförnum árum hefur orðið eitt banaslys er maður varð fyrir heyrúllu og oft hefur munað mjóu svo þetta er eitthvað sem íslensk stjórnvöld munu skoða,“ segir hann.

Á þriðjudaginn var sagði Fréttablaðið frá því þegar heyrúlla rúllaði niður brekkuna við Kvíaból í Köldukinn, braut fjósvegginn og endaði inni í fjósi hjá nokkrum kúm sem þar voru.- jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×