Af risaeðlum Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 13. maí 2011 00:01 Ennþá eru til risaeðlur. Í hvert skipti sem við höldum að þær séu útdauðar rís einhver þeirra upp og afsannar kenninguna. Nú síðast reis upp risaeðla í líki formanns þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum og fullyrti að fólkið sem ynni hvað harðast að því að hjálpa þolendum kynferðisbrota yki vandann sem slík brot væru. umræða um skömmina sem þolendur kynferðisbrota upplifa oft virðist með öllu hafa farið framhjá honum, sem og sú staðreynd að aðeins brot af þolendum kærir gerendurna til lögreglu einmitt af þessum sökum, og því er afar eðlilegt að tölum hjá lögreglu og hjálparsamtökum ber ekki saman. Nei, samtökin Stígamót nærast á því að vandamálið sé til staðar, segir hann. Nú veit ég ekki hversu mikið almenningur les fréttir af þessum ógeðslegu verknuðum, hvað þá að hann lesi dóma þar sem þeim er lýst í þaula. En þeir sem það gera held ég að gætu sammælst um að enginn vill hagnast á því að vandamálið sé til staðar. Allra síst fólkið sem vinnur við að heyra og vinna úr slíkum frásögnum og upplifunum. Hvort sem er hjá lögreglu eða hjálparsamtökum. Þvert á móti myndu líklega engir fagna því meira ef starf þeirra yrði gert óþarft en einmitt þetta fólk. Sem betur fer virðast þó fleiri og fleiri gera sér grein fyrir því sem Stígamót hafa lengi reynt að koma fólki í skilning um. Það er ekki til afsökun fyrir beitingu kynferðisofbeldis og enginn, nokkurn tíma, á að þola það. Ekki heldur um verslunarmannahelgi. Enda virðast líka fleiri og fleiri gera sér grein fyrir því að vandamálið hverfur ekki þó að við lokum fyrir því augunum. Fleiri tilkynningar til lögreglu þýða ekki endilega fleiri mál. Þær þýða hins vegar að skömminni hefur verið komið þangað sem hún á heima, hjá gerendum. Það dugar samt skammt þegar ekki tekst að klára málin og fá þá dæmda. Þess vegna eigum við að hafa áhyggjur af því að lögreglan hafi ekki undan við að rannsaka kynferðisbrot. Undanfarið hafa risaeðlur vissulega komið fram í sviðsljósið en hafa jafnóðum verið afhjúpaðar sem slíkar – sem boðberar úrelts viðhorfs. Risaeðlurnar eru kannski ekki alveg útdauðar. En þeim fer að minnsta kosti fækkandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Ennþá eru til risaeðlur. Í hvert skipti sem við höldum að þær séu útdauðar rís einhver þeirra upp og afsannar kenninguna. Nú síðast reis upp risaeðla í líki formanns þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum og fullyrti að fólkið sem ynni hvað harðast að því að hjálpa þolendum kynferðisbrota yki vandann sem slík brot væru. umræða um skömmina sem þolendur kynferðisbrota upplifa oft virðist með öllu hafa farið framhjá honum, sem og sú staðreynd að aðeins brot af þolendum kærir gerendurna til lögreglu einmitt af þessum sökum, og því er afar eðlilegt að tölum hjá lögreglu og hjálparsamtökum ber ekki saman. Nei, samtökin Stígamót nærast á því að vandamálið sé til staðar, segir hann. Nú veit ég ekki hversu mikið almenningur les fréttir af þessum ógeðslegu verknuðum, hvað þá að hann lesi dóma þar sem þeim er lýst í þaula. En þeir sem það gera held ég að gætu sammælst um að enginn vill hagnast á því að vandamálið sé til staðar. Allra síst fólkið sem vinnur við að heyra og vinna úr slíkum frásögnum og upplifunum. Hvort sem er hjá lögreglu eða hjálparsamtökum. Þvert á móti myndu líklega engir fagna því meira ef starf þeirra yrði gert óþarft en einmitt þetta fólk. Sem betur fer virðast þó fleiri og fleiri gera sér grein fyrir því sem Stígamót hafa lengi reynt að koma fólki í skilning um. Það er ekki til afsökun fyrir beitingu kynferðisofbeldis og enginn, nokkurn tíma, á að þola það. Ekki heldur um verslunarmannahelgi. Enda virðast líka fleiri og fleiri gera sér grein fyrir því að vandamálið hverfur ekki þó að við lokum fyrir því augunum. Fleiri tilkynningar til lögreglu þýða ekki endilega fleiri mál. Þær þýða hins vegar að skömminni hefur verið komið þangað sem hún á heima, hjá gerendum. Það dugar samt skammt þegar ekki tekst að klára málin og fá þá dæmda. Þess vegna eigum við að hafa áhyggjur af því að lögreglan hafi ekki undan við að rannsaka kynferðisbrot. Undanfarið hafa risaeðlur vissulega komið fram í sviðsljósið en hafa jafnóðum verið afhjúpaðar sem slíkar – sem boðberar úrelts viðhorfs. Risaeðlurnar eru kannski ekki alveg útdauðar. En þeim fer að minnsta kosti fækkandi.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun