Ósáttir við að vera á lista styrktarsjóðsins Kraums 13. maí 2011 08:00 Sigurður Ásgeir í Ultra Mega Technobandinu Stefáni. Fréttablaðið/Arnþór Ultra Mega Technobandið Stefán er ósátt við að vera á lista Kraums yfir hljómsveitir sem hafa hlotið styrk frá sjóðnum. Ekkert mál að taka hljómsveitina af listanum, segir fráfarandi framkvæmdastjóri Kraums. „Ég vildi vinsamlegast og í mjög mikilli góðmennsku biðja þá um að taka nafnið okkar út. Ekki að við séum á móti þessum sjóði sem slíkum," segir Sigurður Ásgeir Árnason, söngvari Ultra Mega Technobandsins Stefáns. Tónlistarsjóðurinn Kraumur úthlutaði á miðvikudag níu milljónum króna til hljómsveita og tónlistartengdra verkefna. Í kjölfarið á úthlutuninni birti Ultra Mega Technobandið Stefán beiðni á Facebook-síðu sinni þar sem hljómsvetin bað vinsamlegast um að vera fjarlægð af lista á vefsíðu Kraums yfir hljómsveitir sem sjóðurinn hefur stutt og starfað með. Sigurður Ásgeir segir beiðnina hafa verið birta einfaldlega vegna þess að sjóðurinn hefur aldrei styrkt hljómsveitina. „Við sóttum um einhvern 120 þúsund kall fyrir geðveikt verkefni til að kynna okkur erlendis," útskýrir Sigurður. „Ég sendi umsókn og fæ ekkert svar. Reyndi að ná í þá í þrjá mánuði, enginn svarar í símann og ég sendi pósta á fullu. Svo næ ég í þá og fæ þau svör að við fengum ekki neitt. Svo les ég í blaðinu og sé að Pascal Pinon fær 1,2 milljónir." Eldar Ástþórsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Kraums, segir Ultra Mega Technobandið Stefán hafa komið fram á tónleikum sem Kraumur styrkti í árdaga sjóðsins og því farið á lista yfir samstarfshljómsveitir. „Fyrir vikið litum við svo á að við hefðum stutt bandið," segir Eldar. „En ég skil að þeir hafi ekki séð neitt af þeim pening þar sem hann fór eflaust í umgjörð tónleikanna." Eitt af síðustu verkum Eldars fyrir Kraum verður því að taka Ultra Mega Technobandið af listanum á vefsíðu sjóðsins. „Það er ekkert mál að taka þá af listanum," segir hann. „Okkur þykir mjög leiðinlegt ef þeir voru ósáttir við að vera á lista hjá okkur yfir hljómsveitir sem við höfum stutt við." Nóg er fram undan hjá Ultra Mega Technobandinu Stefáni. Hljómsveitin vinnur nú hörðum höndum að nýju efni og kemur fram í kvöld á próflokafögnuði Stúdentaráðs á Sódómu. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
Ultra Mega Technobandið Stefán er ósátt við að vera á lista Kraums yfir hljómsveitir sem hafa hlotið styrk frá sjóðnum. Ekkert mál að taka hljómsveitina af listanum, segir fráfarandi framkvæmdastjóri Kraums. „Ég vildi vinsamlegast og í mjög mikilli góðmennsku biðja þá um að taka nafnið okkar út. Ekki að við séum á móti þessum sjóði sem slíkum," segir Sigurður Ásgeir Árnason, söngvari Ultra Mega Technobandsins Stefáns. Tónlistarsjóðurinn Kraumur úthlutaði á miðvikudag níu milljónum króna til hljómsveita og tónlistartengdra verkefna. Í kjölfarið á úthlutuninni birti Ultra Mega Technobandið Stefán beiðni á Facebook-síðu sinni þar sem hljómsvetin bað vinsamlegast um að vera fjarlægð af lista á vefsíðu Kraums yfir hljómsveitir sem sjóðurinn hefur stutt og starfað með. Sigurður Ásgeir segir beiðnina hafa verið birta einfaldlega vegna þess að sjóðurinn hefur aldrei styrkt hljómsveitina. „Við sóttum um einhvern 120 þúsund kall fyrir geðveikt verkefni til að kynna okkur erlendis," útskýrir Sigurður. „Ég sendi umsókn og fæ ekkert svar. Reyndi að ná í þá í þrjá mánuði, enginn svarar í símann og ég sendi pósta á fullu. Svo næ ég í þá og fæ þau svör að við fengum ekki neitt. Svo les ég í blaðinu og sé að Pascal Pinon fær 1,2 milljónir." Eldar Ástþórsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Kraums, segir Ultra Mega Technobandið Stefán hafa komið fram á tónleikum sem Kraumur styrkti í árdaga sjóðsins og því farið á lista yfir samstarfshljómsveitir. „Fyrir vikið litum við svo á að við hefðum stutt bandið," segir Eldar. „En ég skil að þeir hafi ekki séð neitt af þeim pening þar sem hann fór eflaust í umgjörð tónleikanna." Eitt af síðustu verkum Eldars fyrir Kraum verður því að taka Ultra Mega Technobandið af listanum á vefsíðu sjóðsins. „Það er ekkert mál að taka þá af listanum," segir hann. „Okkur þykir mjög leiðinlegt ef þeir voru ósáttir við að vera á lista hjá okkur yfir hljómsveitir sem við höfum stutt við." Nóg er fram undan hjá Ultra Mega Technobandinu Stefáni. Hljómsveitin vinnur nú hörðum höndum að nýju efni og kemur fram í kvöld á próflokafögnuði Stúdentaráðs á Sódómu. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira