Innlent

Vill bregðast við hugsanlegri mengun við Íslandsstrendur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Svandís Svavarsdóttir hefur áhyggjur af mögulegri mengun við Íslandsstrendur. Mynd/ Valli.
Svandís Svavarsdóttir hefur áhyggjur af mögulegri mengun við Íslandsstrendur. Mynd/ Valli.
Þörf er á auknu eftirliti með skipaumferð og viðbúnaði við hugsanlegri mengun vegna aukinna umsvifa og siglinga á Norðurslóðum, að mati umhverfisráðuneytisins. Ráðherra kynnti á dögunum tillögur að auknu samstarfi stofnana og ráðuneyta vegna þessa fyrir ríkisstjórninni.

Ráðherra segir að nú þegar hafi bráðun hafíss á Norðurslóðum vegna hlýnandi loftslags leitt til aukinnar vinnslu olíu og annarra náttúruauðlinda á svæðinu og hafi umferð skipa aukist og fari að líkindum vaxandi. Ennfremur sé útlit fyrir að opnun nýrra, alþjóðlegra siglingaleiða á Norður-Íshafi gæti orðið fyrr en ella þar sem hafís á Norðurslóðum hafi hopað hraðar en búist var við.

Ráðherra segir að aukinni skipaumferð fylgi tækifæri en líka hættur sem nauðsynlegt sé að vera viðbúin því að stór mengunarslys við Íslandsstrendur gætu valdið gríðarlegum skaða á umhverfi og efnahag landsins. Þetta kalli á aukinn viðbúnað við hugsanlegri mengun og öflugra eftirlit með skipaumferð, en hingað til hafi verið talið nauðsynlegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×