Innlent

Láta meta áhrif lækkunar bensíngjalda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Helgi Hjörvar er formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis.
Helgi Hjörvar er formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis.
Gera má ráð fyrir að umferð hafi dregist saman um allt að 8% á fyrstu þremur mánuðum ársins samkvæmt tölum sem birtar voru á vef Vegagerðarinnar á föstudag.

Mestur samdráttur er á Suðurlandi en minnstur á höfuðborgarsvæðinu. Efnahags- og skattanefnd Alþingis kom saman í morgun til að ræða þetta og til að ræða tillögu Tryggva Þórs Herbertssonar um tímabundna lækkun opinberrar álagningar á eldsneyti um tæpar 20 krónur.

Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar, segir að nefndin hafi fengið fulltrúa frá fjármálaráðuneytinu annars vegar og Vegagerðinni hins vegar á fund sinn. Farið hafi verið fram á faglega greinargerð frá ráðuneytinu um ætluð áhrif lækkuna bensíngjalda á tekjur ríkissjóðs. „Ríkissjóður býr við þröngan kost og breytingar á álagningu mega ekki taka tekjuforsendurnar undan,“ segir Helgi í samtali við Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×