Innlent

Undirbúa viðbrögð við stórslysi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það verður látið líta út eins og rútuslys hafi orðið, þegar læknanemar æfa viðbrögð. Mynd/ afp.
Það verður látið líta út eins og rútuslys hafi orðið, þegar læknanemar æfa viðbrögð. Mynd/ afp.
Viðbrögð við rútuslysi verða æfð næsta laugardag þegar stórslysaæfing læknanema verður haldin við slökkviliðstöðina í Hafnarfirði. Þar verður sett á svið slys þar sem hvert námsár hefur sitt hlutverk.

„Hvert ár hefur sitt hlutverk, eins og fyrsta árið á að leika sjúklinga og annað og þriðja árið á að bera fólk frá slysstað inn í hálfgert svona rescue center sem við búum til," segir Þórarinn Árni Bjarnason, fulltrúi í kennslu- og fræðslumálanefnd Félags Læknanema. Hann segir að við æfinguna verði gengið út frá því að um sé að ræða rútuslys sem eigi að gerast fyrir norðan. „Þá er sem sagt hlutverk fjórða árs og fimmta árs nema að meta hvað á að gera fyrst. Það á að flokka sjúklinga eftir því hvort þeir eru alvarlega slasaðir eða ekki," segir Þórarinn.

Þórarinn segir að æfingin sé mjög góður undirbúningur fyrir læknanema á fimmta ári sem starfa sem héraðslæknar, þar sem langt getur verið í næsta spítala. Æfingin er gerð í samstarfi við björgunarsveitirnar. Þórarinn Árni segir að þegar svona æfingar eru haldnar taki yfir 100 manns þátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×