Körfubolti

KR-karlar komust líka í Höllina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mynd/Daníel
Mynd/Daníel

KR-ingar verða áberandi í Laugardalshöll þegar bikarúrslitin í körfunni fara fram því bæði karla og kvennalið félagsins eru komin í úrslit. Karlaliðið tryggði sér í dag sæti í bikarúrslitunum er liðið lagði Tindastól, 81-67, í frekar illa spiluðum leik.

Flestir bjuggust við þægilegum sigri heimamanna enda hafa KR-ingar verið á miklu skriði og áttu heimavöllinn þess utan.

Leikurinn varð aldrei auðveldur fyrir KR-inga enda héngu Stólarnir í þeim nánast allan leikinn.

KR tók góðan kipp á síðustu mínútum leiksins og gerði þá út um hann. Fram að því héldust liðin í hendur og skiptust á að tapa boltanum en maður hefur oft séð fallegri körfubolta.

KR er því komið í Höllina í sautjánda skiptið í sögunni en KR hefur níu sinnum orðið bikarmeistari.

KR-Tindastóll 81-67

KR: Marcus Walker 16/5 fráköst/6 stolnir, Finnur Atli Magnússon 12/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 11/14 fráköst/12 stoðsendingar/5 stolnir, Brynjar Þór Björnsson 10/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 10/4 fráköst, Fannar Ólafsson 8/9 fráköst, Hreggviður Magnússon 8, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Freyr Ingason 2, Páll Fannar Helgason 1.

Tindastóll: Hayward Fain 32/14 fráköst, Dragoljub Kitanovic 25, Sean Kingsley Cunningham 5/6 fráköst, Friðrik Hreinsson 4/5 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 2, Helgi Freyr Margeirsson 1








Fleiri fréttir

Sjá meira


×