Afslappaðir Eurovision-farar 22. febrúar 2011 13:00 Hreimur og félagar eru afslappaðir yfir Eurovision. Fréttablaðið/Anton „Ég hélt í fyrstu að þetta yrði afslappað, bara fjögurra daga ferð til Düsseldorf, en nei; þetta eru tvær vikur og nánast hver einasti dagur þéttbókaður," segir Hreimur Örn Heimisson, einn sexmenninganna sem flytja Eurovision-lagið í ár, Aftur heim. Hreimur er pollrólegur og yfirvegaður yfir öllu umstanginu sem fylgir þátttöku í Eurovision og segir þá félaga bara taka einn dag í einu, þeir njóti þess bara að spila saman. Söngvarinn virðurkennir að þeir séu farnir aðeins að skipuleggja, enda sé í mörg að horn að líta. „Þórunn [Erna Clausen] er að fínpússa textann og ég held að við afhjúpum atriðið og lagið í byrjun mars. Við erum aðeins að vinna í laginu en viljum auðvitað ekki breyta því of mikið enda var það flott eins og það var," segir Hreimur, sem vill hvorki játa né neita þegar hann er spurður hvort myndband verði gert við lagið. Honum þykir það hins vegar líklegra en hitt. Hreimur, eins og Pálmi Sigurhjartarson og Matthías Matthíasson, er Eurovision-jómfrú en bæði Vignir Snær og Gunnar Ólason hafa tekið þátt í þessari sívinsælu keppni. Hreimur bindur helst vonir við að geta spilað golf í ferðinni en hann segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um klæðaburð eða annað í þeim dúr. „Við ætlum að leyfa þessu að koma svolítið til okkar því það er fyrst og fremst gaman að hafa fengið þetta verkefni sem heldur nafni Sjonna á lofti." - fgg Lífið Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og maskadagur Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Sjá meira
„Ég hélt í fyrstu að þetta yrði afslappað, bara fjögurra daga ferð til Düsseldorf, en nei; þetta eru tvær vikur og nánast hver einasti dagur þéttbókaður," segir Hreimur Örn Heimisson, einn sexmenninganna sem flytja Eurovision-lagið í ár, Aftur heim. Hreimur er pollrólegur og yfirvegaður yfir öllu umstanginu sem fylgir þátttöku í Eurovision og segir þá félaga bara taka einn dag í einu, þeir njóti þess bara að spila saman. Söngvarinn virðurkennir að þeir séu farnir aðeins að skipuleggja, enda sé í mörg að horn að líta. „Þórunn [Erna Clausen] er að fínpússa textann og ég held að við afhjúpum atriðið og lagið í byrjun mars. Við erum aðeins að vinna í laginu en viljum auðvitað ekki breyta því of mikið enda var það flott eins og það var," segir Hreimur, sem vill hvorki játa né neita þegar hann er spurður hvort myndband verði gert við lagið. Honum þykir það hins vegar líklegra en hitt. Hreimur, eins og Pálmi Sigurhjartarson og Matthías Matthíasson, er Eurovision-jómfrú en bæði Vignir Snær og Gunnar Ólason hafa tekið þátt í þessari sívinsælu keppni. Hreimur bindur helst vonir við að geta spilað golf í ferðinni en hann segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um klæðaburð eða annað í þeim dúr. „Við ætlum að leyfa þessu að koma svolítið til okkar því það er fyrst og fremst gaman að hafa fengið þetta verkefni sem heldur nafni Sjonna á lofti." - fgg
Lífið Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og maskadagur Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Sjá meira