Lífið

Stillimyndin hverfur af skjánum

Bæbæ Stillimyndin hverfur af sjónvarpsskjáum landsmanna í næsta mánuði.
Fréttablaðið/Vilhelm
Bæbæ Stillimyndin hverfur af sjónvarpsskjáum landsmanna í næsta mánuði. Fréttablaðið/Vilhelm
„Ég vona að þjóðin sé sammála mér um það að við séum búin að hafa stillimyndina of lengi,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins.

Þau tímamót verða um miðjan mars að stillimyndin, sem fylgt hefur sjónvarpsáhorfendum frá árdögum Sjónvarpsins, hverfur af skjánum. Stillimyndin hefur sem kunnugt er blasað við sjónvarpsáhorfendum þegar ekkert er á dagskránni.

„Þetta atvikaðist þannig að í jólafríinu fyrir norðan kveikti maðurinn minn, sem er norskur, á sjónvarpinu og sagði mér að það væri eitthvað bilað. Í kjölfarið fór ég að skoða þetta og ræða hér innanhúss og við uppgötvuðum að við værum frekar sveitaleg, að þetta væri eins og í austantjaldslöndunum. Í kjölfarið tókum við þá djörfu ákvörðun að jarða stillimyndina,“ segir Sigrún í léttum dúr.

Sigrún segir að verið sé að vinna að endanlegri útfærslu þess sem taki við af stillimyndinni. Meðal þess sem komi til greina séu dagskrárkynningar, tónlistarmyndbönd og ýmist kynningarefni og bein útsending úr myndveri Rásar 2.

„Svo erum við að skoða kostnaðarhliðina á því að byrja útsendingar fyrr á daginn. Sá tími gæti til dæmis nýst í endursýningar, sem við eigum oft í vandræðum með,“ segir Sigrún.- hdm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.