Lífið

Ferðast um Evrópu

agent fresco Rokkararnir eru á leiðinni í tónleikaferð um Evrópu í sumar.fréttablaðið/valli
agent fresco Rokkararnir eru á leiðinni í tónleikaferð um Evrópu í sumar.fréttablaðið/valli
Rokksveitin Agent Fresco er að skipuleggja tónleikaferð um Evrópu í júní og júlí. Þetta verður fyrsti alvöru túr sveitarinnar um Evrópu en hingað til hefur hún verið úti í mesta lagi fimm daga í einu.

„Þetta er það sem við erum búnir að bíða eftir. Það verður gott að komast út og láta í okkur heyra. Síðan sjáum við hvað kemur út úr því,“ segir söngvarinn Arnór Dan Arnarson.

Agent Fresco átti að hita upp fyrir Ensími á tónleikum á Nasa á laugardaginn. Ekkert verður af því og í staðinn hleypur Cliff Clavin í skarðið fyrir Fresco.

„Það er allt í góðu. Þetta var bara kjánalegur misskilningur,“ segir Arnór Dan um ótímabæra fréttatilkynningu sem var send fjölmiðlum á miðvikudag.- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×