Lífið

Hræðileg æskuár

Erfið æska
Systurnar Patricia og Rosanna Arquette áttu erfiða æsku. Þær segja frá uppvexti sínu í viðtali við Opruh.
nordicphotos/getty
Erfið æska Systurnar Patricia og Rosanna Arquette áttu erfiða æsku. Þær segja frá uppvexti sínu í viðtali við Opruh. nordicphotos/getty
Spjallþáttadrottningin Oprah birti nýverið langt og ítarlegt sjónvarpsviðtal við leikarann David Arquette þar sem hann ræðir meðal annars um erfiða æsku sína. Systur hans tvær, leikkonurnar Rosanna og Patricia Arquette, komu einnig fram í viðtalinu og lýstu erfiðri æsku sinni.

Systurnar segja foreldra sína hafa beitt systkinin grófu líkamlegu og andlegu ofbeldi og var móðir þeirra sérstaklega grimm við þau.

„Það var mikil dramatík á heimilinu. Móðir okkar stakk mig eitt sinn í handleggin með hníf. Ég fékk oft heilahristing. Þetta var hræðilegt, hræðilegt ofbeldi sem við bjuggum við. Þegar maður elst upp á svona heimili smitar þetta út frá sér, þetta kemur við alla,“ sagði Rosanna í viðtalinu og bætti Patricia við að móðir sín hefði eitt sinn tekið svo fast um hálsinn á sér að hún missti meðvitund.

„Þetta var eins og að búa á jarðsprengjusvæði, maður vissi aldrei við hverju maður átti að búast og maður var hvergi öruggur,“ sagði Patricia. Systurnar segja foreldra sína þó hafa leitað sér hjálpar að lokum og að systkinin hafi því getað fyrirgefið þeim ofbeldið.

„Faðir okkar varð edrú og móðir okkar, það ríkti ást og fyrirgefning á milli okkar síðustu árin í lífi hennar,“ sagði Rosanna að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.