Sannfærandi stílæfingar Trausti Júlíusson skrifar 1. mars 2011 00:01 This Is What's Left of It með Groundfloor. Tónlist This Is What‘s Left Of It Groundfloor Íslenska hljómsveitin Groundfloor var stofnuð af þeim Ólafi Tómasi Guðbjartssyni söngvara og gítarleikara og Haraldi Guðmundssyni söngvara og kontrabassaleikara árið 2003. Þeir voru tveir í upphafi, en sveitin var orðin fjögurra manna þegar hún hljóðritaði fyrstu plötuna sína Bones sem kom út árið 2008. Þeir Ólafur og Haraldur voru báðir fluttir úr landi þegar Bones kom út og ákváðu að dreifa plötunni í Austurríki þar sem Haraldur hafði komið sér fyrir. Plötunni var vel tekið ytra og í framhaldinu fór sveitin á tónleikaferðalag um Austurríki. Þýskaland og Ítalíu sumarið 2009, með breyttri mannaskipan. …This Is What‘s Left Of It var svo hljóðrituð með þeirri mannaskipan, en auk Ólafs og Haraldar eru píanóleikarinn og söngkonan Harpa Þorvaldsdóttir, trommuleikarinn og söngvarinn Þorvaldur Þorvaldsson og fiðluleikarinn Julia Czerniawska nú í sveitinni, en þau þrjú hafa öll stundað tónlistarnám í Salzburg. …This Is What‘s Left of It er ágætis plata. Þetta er vandað og vel fram borið popp. Lagasmíðarnar eru fínar og það er farið um víðan völl í útsetningunum. Áhrifa gætir frá þjóðlagapoppi, djassi og rokki og sumstaðar koma listamenn eins og Tom Waits eða Damien Rice upp í hugann. Það er margt smekklega gert hér og platan hljómar vel. Það sem vantar upp á er eitthvað sem gæfi hljómsveitinni sérstöðu. Þrátt fyrir að …This Is What‘s Left of It sé um margt vel heppnuð og það megi hafa gaman af henni þá hljómar hún samt of mikið eins og þetta séu stílæfingar,- eins og Groundfloor eigi enn eftir að finna sína fjöl tónlistarlega séð. Ég spái því að það komi á næstu plötu. Niðurstaða: Skemmtileg plata frá hljómsveit sem lofar góðu Tónlist Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist This Is What‘s Left Of It Groundfloor Íslenska hljómsveitin Groundfloor var stofnuð af þeim Ólafi Tómasi Guðbjartssyni söngvara og gítarleikara og Haraldi Guðmundssyni söngvara og kontrabassaleikara árið 2003. Þeir voru tveir í upphafi, en sveitin var orðin fjögurra manna þegar hún hljóðritaði fyrstu plötuna sína Bones sem kom út árið 2008. Þeir Ólafur og Haraldur voru báðir fluttir úr landi þegar Bones kom út og ákváðu að dreifa plötunni í Austurríki þar sem Haraldur hafði komið sér fyrir. Plötunni var vel tekið ytra og í framhaldinu fór sveitin á tónleikaferðalag um Austurríki. Þýskaland og Ítalíu sumarið 2009, með breyttri mannaskipan. …This Is What‘s Left Of It var svo hljóðrituð með þeirri mannaskipan, en auk Ólafs og Haraldar eru píanóleikarinn og söngkonan Harpa Þorvaldsdóttir, trommuleikarinn og söngvarinn Þorvaldur Þorvaldsson og fiðluleikarinn Julia Czerniawska nú í sveitinni, en þau þrjú hafa öll stundað tónlistarnám í Salzburg. …This Is What‘s Left of It er ágætis plata. Þetta er vandað og vel fram borið popp. Lagasmíðarnar eru fínar og það er farið um víðan völl í útsetningunum. Áhrifa gætir frá þjóðlagapoppi, djassi og rokki og sumstaðar koma listamenn eins og Tom Waits eða Damien Rice upp í hugann. Það er margt smekklega gert hér og platan hljómar vel. Það sem vantar upp á er eitthvað sem gæfi hljómsveitinni sérstöðu. Þrátt fyrir að …This Is What‘s Left of It sé um margt vel heppnuð og það megi hafa gaman af henni þá hljómar hún samt of mikið eins og þetta séu stílæfingar,- eins og Groundfloor eigi enn eftir að finna sína fjöl tónlistarlega séð. Ég spái því að það komi á næstu plötu. Niðurstaða: Skemmtileg plata frá hljómsveit sem lofar góðu
Tónlist Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira