Góðar hugmyndir vakna 9. mars 2011 00:01 Ólafur í Sjávarkjallaranum segir Ramsvik einn þann fremsta í Noregi. Kokkar Sjávarkjallarans fylgja nýnorrænni matarstefnu líkt og gestakokkurinn. Norðmaðurinn Even Ramsvik mun galdra fram rétti undir nýnorrænni matarstefnu á Sjávarkjallaranum, Aðalstræti 2, á Food and Fun í næstu viku. Ólafur Ágústsson matreiðslumaður og félagar hans í Sjávarkjallaranum eru staddir í Kaupmannahöfn þegar blaðamaður nær tali af honum. „Við erum í rannsóknarferð," segir hann glaðlega og útskýrir að hópurinn flakki á milli góðra veitingastaða, smakki matinn, skoði umhverfið og þjónustuna. „Það er búið að vera gríðarlega lærdómsríkt og við munum nýta okkur reynsluna heima," segir Ólafur en þeir félagar voru einmitt á leið út að borða á Noma, sem var valinn besti veitingastaður í heimi á síðasta ári. Sjávarkjallarinn tekur þátt í Food and Fun sem hefst í næstu viku og fær líkt og aðrir veitingastaðir til sín góðan gestakokk. „Hann heitir Even Ramsvik og er matreiðslumaður á veitingahúsinu Ylajali í Osló," upplýsir Ólafur og bætir við að Ramsvik hafi í mörg ár verið í norska kokkalandsliðinu sem sé búið að vera á toppnum í mörg ár. „Núna síðast varð hann í öðru sæti í keppni um matreiðslumann ársins í Noregi, en orðið á götunni er að hann sé sá fremsti í Noregi í dag."Ramsvik fylgir nýnorrænni matarstefnu líkt og kokkarnir á Sjávarkjallaranum og Ólafur segist því ekki búast við allt of miklum breytingum á staðnum vikuna sem Food and Fun stendur yfir. „Það er hins vegar gaman að fá nýjan vinkil á þessa nýnorrænu matreiðslu. Hann ætlar til dæmis að vera með laxa- og ostrutartar, desert úr hafþyrnisberjum og gulrótum og elda síðan úr íslenskum þorski og lambi," lýsir Ólafur. Hann segir heilmikið umstang fylgja því að fá gestakokk á staðinn. „En það er lærdómsríkt bæði fyrir okkur og þá sem vinna hjá okkur að fá nýtt blóð inn á staðinn og nýjan vinkil á hlutina," segir Ólafur. En er ekki erfitt að fá mann inn í sitt eigið eldhús og láta hann segja sér fyrir verkum? „Nei, það er allt í lagi fyrst það er bara einu sinni á ári," svarar hann hlæjandi. Sjávarkjallarinn er ekki alveg nýr af nálinni. Hins vegar opnaði hann með nýjum eigendum, áherslum og hefðum 6. janúar síðastliðinn. Ólafur og Jóhannes Steinn Jóhannesson matreiðslumaður höfðu þá um nokkurt skeið gengið með þá hugmynd í maganum að opna nýnorrænan veitingastað í miðborg Reykjavíkur. Með þeim starfa Gunnar Rafn Heiðarsson og Einar Magnús Ólafíuson framreiðslumenn sem Ólafur segir mikilvægan hluta af liðinu sem stendur að baki hins nýja Sjávarkjallara. „Við vorum heppnir að fá góða menn með okkur í þetta," segir Ólafur og er mjög sáttur við gengi staðarins hingað til. „Þetta hefur farið vel af stað og fínt að gera," segir hann en þátttaka í Food and Fun er hluti af því að stimpla staðinn rækilega inn í vitund fólks. „Food and Fun hefur gefið íslenskri veitingahúsaflóru mikið. Nýir vinklar hafa orðið til í íslenskri matreiðslu auk þess sem margar skemmtilegar hugmyndir hafa vaknað við það að fá gestakokka á staðina," segir Ólafur og heldur á vit ævintýranna á veitingahúsinu Noma. Food and Fun Veitingastaðir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið
Kokkar Sjávarkjallarans fylgja nýnorrænni matarstefnu líkt og gestakokkurinn. Norðmaðurinn Even Ramsvik mun galdra fram rétti undir nýnorrænni matarstefnu á Sjávarkjallaranum, Aðalstræti 2, á Food and Fun í næstu viku. Ólafur Ágústsson matreiðslumaður og félagar hans í Sjávarkjallaranum eru staddir í Kaupmannahöfn þegar blaðamaður nær tali af honum. „Við erum í rannsóknarferð," segir hann glaðlega og útskýrir að hópurinn flakki á milli góðra veitingastaða, smakki matinn, skoði umhverfið og þjónustuna. „Það er búið að vera gríðarlega lærdómsríkt og við munum nýta okkur reynsluna heima," segir Ólafur en þeir félagar voru einmitt á leið út að borða á Noma, sem var valinn besti veitingastaður í heimi á síðasta ári. Sjávarkjallarinn tekur þátt í Food and Fun sem hefst í næstu viku og fær líkt og aðrir veitingastaðir til sín góðan gestakokk. „Hann heitir Even Ramsvik og er matreiðslumaður á veitingahúsinu Ylajali í Osló," upplýsir Ólafur og bætir við að Ramsvik hafi í mörg ár verið í norska kokkalandsliðinu sem sé búið að vera á toppnum í mörg ár. „Núna síðast varð hann í öðru sæti í keppni um matreiðslumann ársins í Noregi, en orðið á götunni er að hann sé sá fremsti í Noregi í dag."Ramsvik fylgir nýnorrænni matarstefnu líkt og kokkarnir á Sjávarkjallaranum og Ólafur segist því ekki búast við allt of miklum breytingum á staðnum vikuna sem Food and Fun stendur yfir. „Það er hins vegar gaman að fá nýjan vinkil á þessa nýnorrænu matreiðslu. Hann ætlar til dæmis að vera með laxa- og ostrutartar, desert úr hafþyrnisberjum og gulrótum og elda síðan úr íslenskum þorski og lambi," lýsir Ólafur. Hann segir heilmikið umstang fylgja því að fá gestakokk á staðinn. „En það er lærdómsríkt bæði fyrir okkur og þá sem vinna hjá okkur að fá nýtt blóð inn á staðinn og nýjan vinkil á hlutina," segir Ólafur. En er ekki erfitt að fá mann inn í sitt eigið eldhús og láta hann segja sér fyrir verkum? „Nei, það er allt í lagi fyrst það er bara einu sinni á ári," svarar hann hlæjandi. Sjávarkjallarinn er ekki alveg nýr af nálinni. Hins vegar opnaði hann með nýjum eigendum, áherslum og hefðum 6. janúar síðastliðinn. Ólafur og Jóhannes Steinn Jóhannesson matreiðslumaður höfðu þá um nokkurt skeið gengið með þá hugmynd í maganum að opna nýnorrænan veitingastað í miðborg Reykjavíkur. Með þeim starfa Gunnar Rafn Heiðarsson og Einar Magnús Ólafíuson framreiðslumenn sem Ólafur segir mikilvægan hluta af liðinu sem stendur að baki hins nýja Sjávarkjallara. „Við vorum heppnir að fá góða menn með okkur í þetta," segir Ólafur og er mjög sáttur við gengi staðarins hingað til. „Þetta hefur farið vel af stað og fínt að gera," segir hann en þátttaka í Food and Fun er hluti af því að stimpla staðinn rækilega inn í vitund fólks. „Food and Fun hefur gefið íslenskri veitingahúsaflóru mikið. Nýir vinklar hafa orðið til í íslenskri matreiðslu auk þess sem margar skemmtilegar hugmyndir hafa vaknað við það að fá gestakokka á staðina," segir Ólafur og heldur á vit ævintýranna á veitingahúsinu Noma.
Food and Fun Veitingastaðir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið