Innlent

Fundu fertugan fugl í veiðineti

Fýll á flugi Fýlar geta orðið allt að 60 ára gamlir.
Fýll á flugi Fýlar geta orðið allt að 60 ára gamlir.
Merktur fýll kom í fiskinet við Eyjólfsklöpp í febrúar og var hann meira en fjörutíu ára gamall. Fýllinn hafði verið merktur fullorðinn í Stórhöfða hinn 17. október árið 1970.

Samkvæmt dr. Erpi Hansen, líffræðingi hjá Náttúrufræðistofnun Suðurlands, hefur aldrei liðið eins langur tími frá merkingu þar til fuglinn er endurheimtur. Erpur segir elsta fýl heims hafa fundist lifandi í Atlantshafi, en sá var 43 ára og 11 mánaða. Fuglarnir séu þó langlífir og geti orðið allt að 60 ára gamlir. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×