Innlent

Helmingur fer í ríkiskassann

Bensín á Íslandi hefur aldrei verið jafn dýrt og það er nú og rennur helmingur upphæðarinnar til ríkisins. fréttablaðið/vilhelm
Bensín á Íslandi hefur aldrei verið jafn dýrt og það er nú og rennur helmingur upphæðarinnar til ríkisins. fréttablaðið/vilhelm
Um helmingur þeirrar fjárhæðar sem greidd er fyrir bensín rennur til ríkissjóðs. Það eru um 110 krónur á hvern lítra. Eldsneytisverð hefur aldrei verið hærra en það er nú og kostar bensínlítrinn um 227 krónur og dísilolían 231 krónur.

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skipa starfshóp til að meta viðbrögðin við hækkununum.

Um 58 prósent hækkana frá því í desember síðastliðnum eru vegna hækkana á sköttum og gjöldum. Fjármálaráðherra sagði á Alþingi að ekki væri hægt að gefa sér að hækkanirnar væru tímabundnar.- þj, sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×