Innlent

Veldur mun meiri skaða en hollur matur

Í nýrri norrænni skýrslu kemur fram að óhollur matur hafi mun skaðlegri áhrif á umhverfið en sá sem er talinn hollur.
Í nýrri norrænni skýrslu kemur fram að óhollur matur hafi mun skaðlegri áhrif á umhverfið en sá sem er talinn hollur.
Sælgæti og skyndibitar valda mun meiri skaða á umhverfinu en holl fæða. Þetta kemur fram í nýrri norrænni skýrslu frá Norrænu ráðherranefndinni. Umhverfisáhrif sem þessi hafa aldrei verið skráð áður. Íslendingar borða langmest af sælgæti og óhollri fæðu af öllum Norðurlandaþjóðunum.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að eitt kíló af kartöfluflögum veldur tuttugu sinnum meiri koltvísýringslosun en sama magn af nýjum kartöflum. Sælgæti virðist hafa enn verri áhrif. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×