Innlent

Deilt um Vísindagarða: Gísli Marteinn með meirihluta

Sjálfstæðismenn í skipulagsráði Reykjavíkur skiptust í gær í þrjá hópa þegar ráðið ræddi tillögur að Vísindagörðum við Háskóla Íslands. Gísli Marteinn Baldursson var með í bókun fulltrúa Besta flokksins og Samfylkingarinnar um að „uppbygging stúdenta- og vísindagarða sé einstakt tækifæri til að skapa vistvænt borgarhverfi við Háskóla Íslands" en þau Júlíus Vífill Ingvarsson og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins og settu fram hvort sína bókunina. Júlíus gerði athugasemdir við áformaða gjaldtöku á bílastæðum en Marta sagði gífurlegt byggingarmagn og mjög háar byggingar „í algjörri andstöðu við skipulag nærliggjandi gatna".- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×