Innlent

350 misreyndir skákmenn tefla

Skákhátíð í Reykjavík hefst formlega í dag með þremur síðustu umferðunum á Íslandsmóti skákfélaga sem fram fara í dag og á morgun í Rimaskóla. Þar tefla um 350 manns á öllum aldri, allt frá stórmeisturum til lítt reyndra.

Taflfélag Vestmannaeyja leiðir á mótinu með 25 vinninga en Taflfélag Bolungarvíkur er skammt undan með 23 og hálfan vinning. Dagana 9. til 16. mars fer síðan MP Reykjavíkurskákmótið fram, þar sem um 170 skákmenn frá um þrjátíu löndum taka þátt. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×